Spilaði nánast allan leikinn þrátt fyrir að hafa fengið harmafregn kvöldið áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 14:01 Neco Williams felldi tár eftir leikinn gegn Bandaríkjunum. Við hlið hans er Rob Page, landsliðsþjálfari Wales. getty/Alex Livesey Þrátt fyrir að hafa fengið fregnir af andláti afa síns nokkrum klukkutímum fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum spilaði Walesverjinn Neco Williams nær allan leikinn og stóð sig með prýði. Williams var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Wales á heimsmeistaramóti í 64 ár og lék fyrstu 79 mínúturnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í B-riðli á HM í Katar. Kvöldið fyrir leik gegn bandaríska liðinu barst Williams sú harmafregn að afi hans væri látinn. Hann tók hins vegar ekki annað í mál að spila leikinn mikilvæga. „Í gær fékk ég erfiðustu fréttir sem ég hef fengið þegar mamma mín sagði mér að afi hefði látist kvöldið áður. Að fara frá því að gráta allan daginn yfir í að byrja leik á HM á gríðarlega erfitt en ég komst í gegnum þetta með aðstoð samherja minna og fjölskyldu. Svo ég tileinka afa mínum leikinn og stigið,“ skrifaði Williams á Twitter eftir Bandaríkjaleikinn. Tilfinningarnar báru hinn 21 árs Williams ofurliði eftir leik og hann gekk grátandi um völlinn á meðan samherjar hans og þjálfarinn Rob Page reyndu að hughreysta hann. Williams fór svo niður á hnén og benti til himins til heiðurs afa síns. Williams lék sinn 24. landsleik í gær. Bandaríkin voru 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Timothys Weah en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Næsti leikur Walesverja á HM er gegn Írönum á föstudaginn. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Williams var í byrjunarliðinu í fyrsta leik Wales á heimsmeistaramóti í 64 ár og lék fyrstu 79 mínúturnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin í B-riðli á HM í Katar. Kvöldið fyrir leik gegn bandaríska liðinu barst Williams sú harmafregn að afi hans væri látinn. Hann tók hins vegar ekki annað í mál að spila leikinn mikilvæga. „Í gær fékk ég erfiðustu fréttir sem ég hef fengið þegar mamma mín sagði mér að afi hefði látist kvöldið áður. Að fara frá því að gráta allan daginn yfir í að byrja leik á HM á gríðarlega erfitt en ég komst í gegnum þetta með aðstoð samherja minna og fjölskyldu. Svo ég tileinka afa mínum leikinn og stigið,“ skrifaði Williams á Twitter eftir Bandaríkjaleikinn. Tilfinningarnar báru hinn 21 árs Williams ofurliði eftir leik og hann gekk grátandi um völlinn á meðan samherjar hans og þjálfarinn Rob Page reyndu að hughreysta hann. Williams fór svo niður á hnén og benti til himins til heiðurs afa síns. Williams lék sinn 24. landsleik í gær. Bandaríkin voru 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Timothys Weah en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok. Næsti leikur Walesverja á HM er gegn Írönum á föstudaginn.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira