Þolendum mansals refsað Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 21. nóvember 2022 11:30 Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Þetta eru tveggja til fjögurra barna mæður sem gengu að því „tilboði“ að flytja vímuefni til Íslands. Fyrir viðvikið áttu þær að fá um 2.000 evrur en hvort sem þeim tekst ætlunarverkið eða þær enda í fangelsi þá fá þær að sjálfsögðu aldrei greitt. Þetta eru konur í hrikalegri stöðu sem saman deila sorgum sínum á Hólmsheiði þar sem þær reyna eftir fremsta megni að halda reglubundnum samskiptum við fjölskyldur sínar heima fyrir Íslendingar eru þröngsýn þjóð þegar litið er yfir fjöldann og ég veit að flest hugsa með sér að konurnar eigi allt slæmt skilið þar sem þær reyndu að eitra fyrir íslenskum ungmennum og létu sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar voru af gjörðum sínum. En auðvitað höfðu þær ekkert val og fáir Íslendingar sem geta sett í spor þessara kvenna eða annarra sem þvinguð eru til þess að fara í ferðir sem slíkar. Oftar en ekki eru konur í þessari stöðu að fara á algjörlega ókunnar slóðir og skilja fjölskylduna eftir. Þær óttast um líf sitt á ferðalaginu og ekki síður um líf fjölskyldu sinnar heima, hvað muni gerast ef þær verði handteknar og hvort einhver í heimalandinu muni bíða skaða þess vegna. Ótti þeirra er ekki ástæðulaus og heimurinn sem þær lifa í er langtum verri en flestir geta ímyndað sér. Við Íslendingar tölum gjarnan mikið og um þessar mundir eru hugtök á borð við þolendur, mansal og heimilisofbeldi ofarlega á baugi. Ofbeldi gagnvart konum skal réttilega ekki liðið og þolendur skal byggja upp og leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í málum sem höfðuð eru gegn gerendum. Ekki skuli refsa þolendum. Þetta er allt saman jákvætt, nema auðvitað að þetta gildir bara fyrir íslenskar konur. Ef þær koma frá útlöndum skulu þær sæta gæsluvarðhaldi, einangrun um tíma, og svo afplánun áður en þeim er vísað úr landi eða þær settar út á gangstéttina, peninga- og símalausar og án nokkurra leiðbeininga um það hvernig þær geti bjargað sér í ókunnu landi. Í langflestum tilfellum aðstoða ekki einu sinni lögmenn þeirra því þeir fá ekki lengur greitt frá ríkinu eftir að máli líkur fyrir dómi. Segja má að íslenskt samfélag taki þátt í ofbeldinu á þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki þjáist af áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi og gríðarlegu varnarleysi. Enga hjálp er að fá og við hjá Afstöðu sjáum sjaldan tættara fólk en þessar konur. Í nánast öllum málum sem þessum er magn og styrkleiki vímuefna sambærilegur. Vitað er að þær fá 12 til 15 mánaða dóm sem ætti að hafa í för með sér að þær gætu greitt skuld sína samfélaginu með svonefndri samfélagsþjónustu. Það er hins vegar ekki möguleiki því að þær sæta gæsluvarðhaldi. Ef um væri að ræða íslenskar konur þá yrði þeim aldrei haldið í gæsluvarðhaldi nema í mesta lagi viku eða tvær. Og hvers vegna mótmæla lögmenn þeirra ekki og reyna að fá þeim til handa vægari úrræði á borð við farbann. Það skýrist af því að í langflestum tilfellum eru þetta lögmenn sem lögreglan hefur handvalið og kallaðir eru löggulögmenn. Þeir hafa öruggar tekjur af þessum erlendu konum á meðan óbreytt ástand er við lýði. Á meðan er brotið gegn réttaröryggi þessara kvenna og varpa má upp spurningum um það hvort það sé ekki eitthvað óeðlilegt í samskiptum lögreglu og umræddra lögmanna. Að mati okkar hjá Afstöðu er eitt í stöðunni. Setja þarf á staðlaða dóma fyrir mál sem þessi og miðað við magn vímuefna. Þá er hægt að flýta öllu ferlinu og dæma í málum burðardýra sem jafnframt eru fórnarlömb mansals strax í þeirri viku sem þau koma til landsins. Burðardýrin geta tekið út dóminn í samfélagsþjónustu en sætt farbanni á sama tíma og þannig munu þau ekki þurfa að taka út tvöfalda refsingu, skattgreiðendur þurfa að greiða mun minna, biðlistar í fangelsi styttast og bæði er hægt að veita umræddum burðardýrum meiri aðstoð og styðja við þau áður en þau snúa aftur heim til barna sinna, með endurkomubann til Íslands. Reynum í alvöru að gera kerfið skilvirkara og þolendavænna á allan hátt, ekki eingöngu fyrir Íslendinga. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vel á annan tug erlendra kvenna hafa dvalið í gæsluvarðhaldsklefum fangelsisins á Hólmsheiði undanfarnar vikur og mánuði. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að neyðin bankaði á dyr og fyrir vikið enduðu þær sem fórnarlömb mansals. Þetta eru tveggja til fjögurra barna mæður sem gengu að því „tilboði“ að flytja vímuefni til Íslands. Fyrir viðvikið áttu þær að fá um 2.000 evrur en hvort sem þeim tekst ætlunarverkið eða þær enda í fangelsi þá fá þær að sjálfsögðu aldrei greitt. Þetta eru konur í hrikalegri stöðu sem saman deila sorgum sínum á Hólmsheiði þar sem þær reyna eftir fremsta megni að halda reglubundnum samskiptum við fjölskyldur sínar heima fyrir Íslendingar eru þröngsýn þjóð þegar litið er yfir fjöldann og ég veit að flest hugsa með sér að konurnar eigi allt slæmt skilið þar sem þær reyndu að eitra fyrir íslenskum ungmennum og létu sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar voru af gjörðum sínum. En auðvitað höfðu þær ekkert val og fáir Íslendingar sem geta sett í spor þessara kvenna eða annarra sem þvinguð eru til þess að fara í ferðir sem slíkar. Oftar en ekki eru konur í þessari stöðu að fara á algjörlega ókunnar slóðir og skilja fjölskylduna eftir. Þær óttast um líf sitt á ferðalaginu og ekki síður um líf fjölskyldu sinnar heima, hvað muni gerast ef þær verði handteknar og hvort einhver í heimalandinu muni bíða skaða þess vegna. Ótti þeirra er ekki ástæðulaus og heimurinn sem þær lifa í er langtum verri en flestir geta ímyndað sér. Við Íslendingar tölum gjarnan mikið og um þessar mundir eru hugtök á borð við þolendur, mansal og heimilisofbeldi ofarlega á baugi. Ofbeldi gagnvart konum skal réttilega ekki liðið og þolendur skal byggja upp og leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í málum sem höfðuð eru gegn gerendum. Ekki skuli refsa þolendum. Þetta er allt saman jákvætt, nema auðvitað að þetta gildir bara fyrir íslenskar konur. Ef þær koma frá útlöndum skulu þær sæta gæsluvarðhaldi, einangrun um tíma, og svo afplánun áður en þeim er vísað úr landi eða þær settar út á gangstéttina, peninga- og símalausar og án nokkurra leiðbeininga um það hvernig þær geti bjargað sér í ókunnu landi. Í langflestum tilfellum aðstoða ekki einu sinni lögmenn þeirra því þeir fá ekki lengur greitt frá ríkinu eftir að máli líkur fyrir dómi. Segja má að íslenskt samfélag taki þátt í ofbeldinu á þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki þjáist af áfallastreituröskun, kvíða, þunglyndi og gríðarlegu varnarleysi. Enga hjálp er að fá og við hjá Afstöðu sjáum sjaldan tættara fólk en þessar konur. Í nánast öllum málum sem þessum er magn og styrkleiki vímuefna sambærilegur. Vitað er að þær fá 12 til 15 mánaða dóm sem ætti að hafa í för með sér að þær gætu greitt skuld sína samfélaginu með svonefndri samfélagsþjónustu. Það er hins vegar ekki möguleiki því að þær sæta gæsluvarðhaldi. Ef um væri að ræða íslenskar konur þá yrði þeim aldrei haldið í gæsluvarðhaldi nema í mesta lagi viku eða tvær. Og hvers vegna mótmæla lögmenn þeirra ekki og reyna að fá þeim til handa vægari úrræði á borð við farbann. Það skýrist af því að í langflestum tilfellum eru þetta lögmenn sem lögreglan hefur handvalið og kallaðir eru löggulögmenn. Þeir hafa öruggar tekjur af þessum erlendu konum á meðan óbreytt ástand er við lýði. Á meðan er brotið gegn réttaröryggi þessara kvenna og varpa má upp spurningum um það hvort það sé ekki eitthvað óeðlilegt í samskiptum lögreglu og umræddra lögmanna. Að mati okkar hjá Afstöðu er eitt í stöðunni. Setja þarf á staðlaða dóma fyrir mál sem þessi og miðað við magn vímuefna. Þá er hægt að flýta öllu ferlinu og dæma í málum burðardýra sem jafnframt eru fórnarlömb mansals strax í þeirri viku sem þau koma til landsins. Burðardýrin geta tekið út dóminn í samfélagsþjónustu en sætt farbanni á sama tíma og þannig munu þau ekki þurfa að taka út tvöfalda refsingu, skattgreiðendur þurfa að greiða mun minna, biðlistar í fangelsi styttast og bæði er hægt að veita umræddum burðardýrum meiri aðstoð og styðja við þau áður en þau snúa aftur heim til barna sinna, með endurkomubann til Íslands. Reynum í alvöru að gera kerfið skilvirkara og þolendavænna á allan hátt, ekki eingöngu fyrir Íslendinga. Höfundur er formaður Afstöðu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun