Mismunun að fá ekki að kjósa fyrr en átján ára Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2022 07:38 Jacinda Ardern hefur sjálf sagst vera fylgjandi því að lækka kosningaaldur úr átján ára í sextán ára. EPA Hæstiréttur Nýja-Sjálands hefur úrskurðað að það feli í sér mismunun að fá fyrst að kjósa þegar maður er orðinn átján ára. Þetta varð ljóst fyrr í dag, en þar með lýkur tveggja ára baráttu samtakanna Make It 16 fyrir dómstólum. Guardian segir frá því að eftir að niðurstaða lá fyrir hét Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, því að leggja fram frumvarp sem fæli í sér að kosningaaldur í landinu yrði lækkaður úr átján ára í sextán. Samtökin Make It 16 rökstuddu kröfu sína meðal annars með því að benda á að einstaklingar ættu að fá að kjósa sextán ára þar sem loftslagsbreytingarnar muni hafa mikil áhrif á yngri kynslóðir og framtíð þeirra. Taldi Hæstiréttur að verið væri að brjóta á grundvallarmannréttindum ungra. Úrskurður Hæstaréttar Nýja-Sjálands felur ekki í sér að kosningaaldur verði sjálfkrafa lækkaður, heldur verði það að vera ákvörðun þingsins. Þó liggi nú fyrir afstaða æðsta dómstólsins sem kveður á um að verið sé að brjóta á mannréttindum sextán og sautján ára fólks. „Ríkisstjórnin og þingið geta ekki hunsað svo skýran réttarfarslegan og siðferðislegan boðskap. Þau neyðast til að láta okkur fá að kjósa,“ sagði Caeden Tipler, einn leiðtoga Make It 16. Ardern hefur sjálf sagst vera fylgjandi því að lækka kosningaaldur úr átján ára í sextán ára. Þó sé best að leggja málið fyrir þingið til að raddir allra fái að heyrast. Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Þetta varð ljóst fyrr í dag, en þar með lýkur tveggja ára baráttu samtakanna Make It 16 fyrir dómstólum. Guardian segir frá því að eftir að niðurstaða lá fyrir hét Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, því að leggja fram frumvarp sem fæli í sér að kosningaaldur í landinu yrði lækkaður úr átján ára í sextán. Samtökin Make It 16 rökstuddu kröfu sína meðal annars með því að benda á að einstaklingar ættu að fá að kjósa sextán ára þar sem loftslagsbreytingarnar muni hafa mikil áhrif á yngri kynslóðir og framtíð þeirra. Taldi Hæstiréttur að verið væri að brjóta á grundvallarmannréttindum ungra. Úrskurður Hæstaréttar Nýja-Sjálands felur ekki í sér að kosningaaldur verði sjálfkrafa lækkaður, heldur verði það að vera ákvörðun þingsins. Þó liggi nú fyrir afstaða æðsta dómstólsins sem kveður á um að verið sé að brjóta á mannréttindum sextán og sautján ára fólks. „Ríkisstjórnin og þingið geta ekki hunsað svo skýran réttarfarslegan og siðferðislegan boðskap. Þau neyðast til að láta okkur fá að kjósa,“ sagði Caeden Tipler, einn leiðtoga Make It 16. Ardern hefur sjálf sagst vera fylgjandi því að lækka kosningaaldur úr átján ára í sextán ára. Þó sé best að leggja málið fyrir þingið til að raddir allra fái að heyrast.
Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira