Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Átta hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við hnífstunguárás í miðbænum á fimmtudag. Beðið er eftir úrskurði í máli eins til viðbótar. Lögregla leitar enn rúmlega tíu manna sem eru í felum og eru taldir tengjast málinu. Fórnarlömb árásarinnar opnuðu sig um málið í dag en annað þeirra hlaut stungu í lungað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst.

Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg.

Þá hittum við eina karlinn sem nemur fótaaðgerðafræði á Íslandi um þessar mundir og fylgjumst með því þegar jólakötturinn, einn helsti boðberi jóla í Reykjavík, var tendraður við spennuþrungna athöfn á Lækjartorgi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×