Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 15:01 Myndin er frá áhorfendahátíð í Al Bidda garðinum í Qatar í gær. Vísir/Getty Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“ HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Sænska Aftonbladet vinnur að greinaflokki um stöðu kvenna í Katar og hefur rætt við konur sem hafa orðið fórnarlömb réttarkerfis sem þekkt er fyrir ósanngjarna lagasetningu þegar kemur að kynferðisbrotum. Í grein Aftonbladet í dag er viðtal við Rothna Begum, rannsakanda hjá Human Rights Watch með miðausturlönd sem sérsvið. Hún segir að stærsta vandmálið sé hvernig lögunum sé framfylgt, frekar en hvernig þau eru skrifuð. Begum segir að það hvernig dómstólar framfylgja lögum um kynlíf utan hjónabands, hræði konur frá því að tilkynna nauðganir. Nauðganir eru vissulega refsivert athæfi í Katar en gerandinn er sjaldan dæmdur ef hann tengist fórnarlambinu og dugir þá að vera samstarfsfélagi eða vinur viðkomandi. Umræða um margskonar mannréttindamál hefur farið fram í aðdraganda heimsmeistaramótsins og margir hvatt til þess að almenningur sniðgangi mótið.Vísir/Getty Það sem gerir stöðuna enn verri fyrir fórnarlömbin er að það getur verið litið á tilkynningu um naugðun sem viðurkenningu á því að stundað hafi verið kynlíf utan hjónabands. Kynlíf utan hjónabands er refsivert athæfi í Katar og gæti þýtt allt að sjö ára fangelsisdóm. „Það fyrsta sem þarf að skilja er að ef brotið er á þér kynferðislega þá verður þú líklegast handtekinn ef þú kærir. Því þá telst það sem svo að þú sért að viðurkenna að hafa stundað kynlíf. Það hvort samþykki hafi verið til staðar skiptir minna máli þegar litið er til aðstæðna.“ Hún tekur dæmi um filippeyska farandverkakonu, sem varð fyrir árás annars farandverkamanns á heimili sínu, og var gefið það ráð að hringja í lögregluna. Málið var lagt niður en konan fangelsuð eftir að hafa verið neitað um túlk í málsmeðferðinni. „Hann hélt því fram að kynlífið hefði verið með hennar samþykki og lögreglan fann númerið hans í símanum hennar. Það voru nægileg sönnunargögn fyrir því að þau hefðu átt í sambandi. Konan fékk ekki útskýringu á því hvers vegna hún var í fangelsi fyrr en fjórum mánuðum síðar.“ Þjónustufólk í sérstaklega mikilli hættu Human Rights Watch segir að þjónustufólk og sérstaklega kvenfólk sem vinnur við þrif á hótelherbergjum sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu þann mánuð sem heimsmeistaramótið fer fram. „Munum það að láglauna farandverkakonan er alltaf í mestri hættu. Verst er staðan hjá hótelþjónustukonu frá Asíu sem fer inn í hótelherbergi að þrífa hjá karlmönnum sem eru komnir til að fylgjast með HM. Ef eitthvað gerist og hún kærir þá á hún á hættu að lenda í miklum vandræðum.“ Begum segir að það sé rétt að dómskerfið í Katar mismuni konum en það þýðir ekki að það séu bara karlmenn frá Katar sem gerist sekir um kynferðisbrot í Doha. „Áhyggjur okkar snúast að því að kerfið hvetji til brota. Við erum hrædd um að einhverjir hafi séð hvernig lögunum er framfylgt og upplifi frelsi til að haga sér hvernig sem er. Því konan getur ekki kært. Það gefur sumum karlmönnum frelsi sem við teljum að gæti orðið til þess að kynferðisbrotum fjölgar.“
HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Katar Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira