Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 09:31 Luka Doncic náði sinni fimmtugustu þreföldu tvennu á ferlinum. Vísir/Getty Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133 NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133
NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira