Óvæntar fjölskyldumyndir staðfesta tilvist dóttur leiðtoga Norður-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 08:44 Ekki beint hin venjulega fjölskyldumynd. Korean Central News Agency/Korea News Service via AP) Óvænt birting mynda af Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttur hans saman hafa staðfest raunverulega tilvist hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir af henni eru birtar opinberlega. Talið er að nafn stúlkunnar sé Kim Chu-ae og að hún sé á aldrinum tólf til þrettán ára. Myndirnar sem um ræðir sýna feðginin saman við undirbúning prófunar á langdrægum eldflaugum hins algjöra einræðisríkis. Nokkrar myndir voru birtar af KCNA, hinum opinbera fjölmiðla ríkisins. Þar má sjá þau tvö meðal annars leiðast. Í bakgrunni myndanna eru hinar langdrægu eldflaugar sem ríkið hefur verið að skjóta á loft í tilraunaskyni að undanförnu. Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttir hans.Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Um er að ræða öflugustu eldflaugar sem ríkið hefur skotið upp og er mögulega talið að drægni þeirra nái alla leið til Bandaríkjanna. Nær ekkert er vitað um persónulegt líf hins 38 ára Kim Jong-un. Lengi hefur verið uppi orðrómur um að hann ætti dóttur en það hefur aldrei fengist staðfest, fyrr en nú. Um er að ræða öflugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur smíðað..Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Sá orðrómur vaknaði eftir för körfuboltakappans Dennis Rodman til Norður-Kóreu árið 2013. Við heimkomuna greindi hann frá því að hann hafi eytt tíma með fjölskyldu Kim Jong og meðal annars haldið á litlu barni. Í frétt BBC um málið er rætt við Michael Madden, sérfræðing í málefnum Norður-Kóreu. Segir hann að myndbirtingin geti verið til þess að sýna að mögulegur arftaki leiðtogan sé til staðar. Feðginin fylgjast með eldflaugaskotinu.Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Talið er mögulegt að Kim Jong-un eigi þrjú börn og að Kim Chu-ae sé það elsta. Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Talið er að nafn stúlkunnar sé Kim Chu-ae og að hún sé á aldrinum tólf til þrettán ára. Myndirnar sem um ræðir sýna feðginin saman við undirbúning prófunar á langdrægum eldflaugum hins algjöra einræðisríkis. Nokkrar myndir voru birtar af KCNA, hinum opinbera fjölmiðla ríkisins. Þar má sjá þau tvö meðal annars leiðast. Í bakgrunni myndanna eru hinar langdrægu eldflaugar sem ríkið hefur verið að skjóta á loft í tilraunaskyni að undanförnu. Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og dóttir hans.Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Um er að ræða öflugustu eldflaugar sem ríkið hefur skotið upp og er mögulega talið að drægni þeirra nái alla leið til Bandaríkjanna. Nær ekkert er vitað um persónulegt líf hins 38 ára Kim Jong-un. Lengi hefur verið uppi orðrómur um að hann ætti dóttur en það hefur aldrei fengist staðfest, fyrr en nú. Um er að ræða öflugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur smíðað..Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Sá orðrómur vaknaði eftir för körfuboltakappans Dennis Rodman til Norður-Kóreu árið 2013. Við heimkomuna greindi hann frá því að hann hafi eytt tíma með fjölskyldu Kim Jong og meðal annars haldið á litlu barni. Í frétt BBC um málið er rætt við Michael Madden, sérfræðing í málefnum Norður-Kóreu. Segir hann að myndbirtingin geti verið til þess að sýna að mögulegur arftaki leiðtogan sé til staðar. Feðginin fylgjast með eldflaugaskotinu.Korean Central News Agency/Korea News Service via AP Talið er mögulegt að Kim Jong-un eigi þrjú börn og að Kim Chu-ae sé það elsta.
Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira