Ekki á dagskrá ríkisstjórnar að einkavæða Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2022 19:41 Tekjur Isavia árið 2018 sem að mestu komu frá Keflavíkurflugvelli voru um 41 milljarður króna. Hagnaður eftir skatta var rúmir fimm milljarðar. Vísir/Vilhelm Rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tengdrar starfsemi verður ekki boðin út til einkaaðila í tíð núverandi ríkisstjórnar að sögn forsætisráðherra. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar lagt til að reksturinn verði boðinn út til einkaaðila. Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Eftir miklu er að slægjast í rekstri flugstöðvarinnar og tengdrar flugvallarstarfsemi með tugi milljarða í tekjur á hverju ári og milljarða í hagnað. Reksturinn er það öflugur að Isavia hefur getað staðið undir tugum milljaðra lána vegna stækkunar flugstöðvarinnar og endurbóta og uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli án ríkisábyrgðar undanfarin ár. Mikil uppbygging á sér stað á Keflavíkurflugvelli enda búist við mikilli fjölgun farþega á næstu árum með tilheyrandi tekjum.Vísir/Vilhelm Undantekningin var á covid árunum þegar ríkið jók hlutafé sitt í Isavia til að hægt væri að halda framkvæmdum áfram þegar tekjurnar hrundu tímabundið. Nýta þannig rólegheit á svæðinu og skapa atvinnu. Friðjón R. Friðjónsson, Björgvin Jóhannesson og Arnar Þór Jónsson varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnunum Hildi Sverrisdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur standa að tillögunni.Grafík/Sara Þrír varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins með Friðjón R. Friðjónsson sem fyrsta flutningsmann hafa ásamt tveimur þingmönnum flokksins lagt fram þingsályktunartillögu um einkavæðingu flugstöðvarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra verði falið gera nauðsynlegar ráðstafanir svo að bjóða megi út rekstur, viðhald og uppbyggingu Isavia á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsar vörur áflugvallarsvæðinu, starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og aðra starfsemi sem nauðsynleg væri innan haftasvæðis flugverndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að bjóða út reksturinn á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Einar Er það á dagskrá þessarar ríkisstjórnar? „Nei, það er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst að þingmenn ólíkra stjórnarflokka leggja fram ýmis mál um sín hugðarefni. En þetta er ekki á borði ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þar hafi málið ekki einu sinni verið rætt. „Fríhöfnin hefur verið rekin af Isavia. Mín persónulega skoðun er að það fari best á því að svo verði áfram," segir forsætisráðherra.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39 Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19 Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. 20. október 2022 15:39
Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. 16. desember 2019 15:19
Áhugi fjárfesta á Leifsstöð eykst eftir tal um einkavæðingu Forstjóri Isavia hefur fundið fyrir auknum áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar umræðu um mögulega einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Orðinn fimmti stærsti flugvöllur Evrópu í ferðum til Norður-Ameríku og forstjórinn óttast ekki uppþot. 31. maí 2017 07:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20