55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2022 16:30 Flordelis dos Santos de Souza Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna. Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Eins og ósvikin suður-amerísk sápuópera Sagan um Flordelis dos Santos de Souza inniheldur allt sem alvöru suður-amerísk sápuópera þarf til að bera: Ást og hatur, völd, peninga, kynlíf, stjórnmál trúmál og morð. Og söguhetju sem fór frá því að vera þjóðhetja til þess að verða fyrirlitið morðkvendi. Og undir öllu dramanu hljómar svo innblásin gospel-tónlist. Þjóðhetja fyrir að bjarga fátækum börnum Flordelis fæddist í Río de Janeiro í Brasilíu fyrir rúmlega 60 árum. Á 10. áratugnum varð hún að þjóðhetju fyrir að bjarga og ættleiða fátæk börn sem sluppu þar með undan alræmdum fjöldamorðum lögreglunnar á fátækum heimilislausum börnum. Hún endaði með að ættleiða 51 barn, að auki á hún sjálf 4 börn. Um svipað leyti varð kornungur piltur ástfanginn af Flordelis og þau giftust þrátt fyrir 20 ára aldursmun. Anderson do Carmo gekk börnunum í föðurstað og hjónin hófu að byggja upp veldi sitt. Þau stofnuðu kirkju; Flordelis-kirkjuna, þar sem þau boðuðu fagnaðarerindið af mikilli sannfæringu, gospel-kór sem Flordelis stjórnaði og gaf út 10 plötur og árið 2009 var gerð kvikmynd sem byggði á ævi hennar. Flordelis lék þar aðalhlutverkið, en fleiri tilboð um leik í kvikmyndum hefur hún ekki fengið. Kjörin á brasilíska þingið Árið 2019 var hún kjörin á brasilíska þingið, hún var dyggur stuðningsmaður Bolsonaro, fráfarandi forseta. Sex mánuðum síðar var eiginmaður hennar myrtur, hann var skotinn 30 skotum, flest í kynfærin. Grunur beindist fljótt að eiginkonunni og eftir mikið japl, jaml og fuður féllst þingheimur á að svipta hana þinghelgi svo unnt yrði að rétta yfir henni. Börnin bjuggu við misjafnt atlæti Mörg barna hennar báru vitni við réttarhöldin. Ein dætra hennar sagði að glansmyndin út á við hefði verið fjarri öllum veruleika. Sum barnanna hefðu alla tíð fengið góða meðferð, önnur voru afskipt og lítt elskuð. Það endurspeglaðist í vitnisburði þeirra; sum vörðu móður sína, önnur áfelltust hana og studdu ásakanir ákæruvaldsins. Flordelis var um síðustu helgi dæmd í 50 ára fangelsi fyrir að hafa fengið tvo syni sína til að skjóta Anderson, þeir fengu vægari dóma. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, og grét sáran drjúgan hluta réttarhaldanna.
Brasilía Erlend sakamál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira