Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 14:30 Lokasóknin fór yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. S2 Sport Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira