Góð og slæm helgi: Sofandi á bekknum í vinnunni sinni í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 14:30 Lokasóknin fór yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. S2 Sport Lokasóknin fer að venju yfir hverja helgi í NFL-deildinni á þriðjudögum og fastur liður er að fara yfir þá sem áttu góða og slæma helgi. Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sjá meira
Tíunda vikan bauð að sjálfsögðu upp á fullt að fróðlegum og furðulegum frammistöðum og því var auðvitað af nægu að taka. „Við ætlum að byrja á einu svona óvenjulegu því að Jacksonville Jaguars byrjaði leikinn sinn á því að fara í onside kick. Þetta sér maður ekki á hverjum degi og þeir ná boltanum,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Eina leiðin til að vinna Kansas City Chiefs er með því að hugsa út fyrir kassann og ég elska þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Andy Reid er náttúrulega konungur brellukerfanna og hann er þjálfari Kansas. Doug Pederson, þjálfari Jaguars, var lærisveinn Reid í mörg ár. Þetta var því smá virðingarvottur við gamla karlinn,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Þeir töpuðu samt leiknum,“ skaut Andri inn í. Strákarnir fóru yfir góða helgin hjá Detroit Lions en Ljónin voru létt í lund og átu Birnina í frábærum leik. Ofurstjarnan Justin Fields átti samt annað stjörnuleik í liði Chicago Bears og er algjörlega óstövandi þessa dagana. Þetta var góð helgi fyrir Tua Tagovailoa og félaga í Miami Dolphins sem geta ekki hætt að vinna. „Tua Tagovailoa er taplaus í vetur þegar hann hefur spilað allan leikinn með Miami,“ sagði Andri. „Þetta Miami lið er sjóðheitt. Þeir eru með frábæra útherja í Tyreek Hill og Jaylen Waddle, með mjög traustan hlaupaleik og eru líka með mjög fína vörn. Vörn sem getur skorað stig. Þetta er mjög spennandi lið og þetta er ungt lið. Þeir eiga enn valrétti inni og það eru mjög skemmtilegir hlutir að gerast í Miami,“ sagði Eiríkur Stefán. „Lykilþátturinn í þessu öllu var alltaf Tua. Fyrir tímabilið voru efasemdir um að hann væri lausnin en hann er að sýna það núna að hann er sannarlega lausnin,“ sagði Eiríkur Stefán. „Það sem gerir þennan leik auðvitað sérstakan er að þetta er í fyrsta skiptið síðan 2003 sem Miami þarf ekki að punta einu sinni í leiknum,“ sagði Henry Birgir. „Við erum með myndir því þetta er punterinn hjá Miami,“ sagði Andri. „Þetta er Thomas Morstead sofandi á bekknum í vinnunni,“ sagði Henry en það má sjá þetta og fleiri gott og slæmt frá helginni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í tíundu viku
NFL Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sjá meira