Hvorki harðýðgi né svelti á bænum í Borgarfirði Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 18:12 Um 150 nautgripir voru fjarlægðir af bæ í Borgarfirði í vikunni. Steinunn Árnadóttir Nautgripir á bæ í Borgarfirði sem Matvælastofnun tók við ábyrgð á um helgina voru hvorki beittir harðýðgi né sveltir, að sögn yfirdýralæknis stofnunarinnar. Langflestum kúm og kvígum var komið fyrir annars staðar en naut voru send í slátrun. Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um meint dýraníð á bóndabæ í Borgarfirði. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs ástands þeirra í október og sauðfé var fjarlægt þaðan í síðustu viku. Matvælastofnun hefur legið undir harðri gagnrýni vegna málsins og var jafnvel stofnaður Facebook-viðburður þar sem fólk lýsti yfir hug á að fara að bænum til að bjarga dýrunum þar nýlega. Vörslusvipting á um 150 nautgripum á bænum fóru fram um hádegi á laugardag. Dýrin fóru þá yfir á ábyrgð Matvælastofnunar. Á mánudag hófst vinna við að ráðstafa nautgripunum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir í samtali við Vísi að bæði stofnunin og bóndinn hafi ráðstafað dýrunum að mestu til lífs. Nánast öllum kúm og kvígum hafi verið komið fyrir annars staðar en rúmlega fjörutíu naut voru send í slátrun. „Naut eru alin til slátrunar þannig að þetta er bara eðlilegur farvegur,“ segir Sigurborg. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir/Magnús Hlynur Geyst farið á samfélagsmiðlum Mildari leiðir, eins og dagsektir, stjórnvaldssektir og að láta vinna verk á kostnað eiganda, hafi verið reyndar en án árangurs. Á endanum hafi eigandinn verið sviptur forræði yfir dýrunum. „Þetta er síðasta úrræði sem við höfum til að stoppa svona dýrahald þegar sýnt þykir að það er fullreynt að bæta úr. Þá er þetta eina úrræðið sem eftir er,“ segir Sigurborg. Hún tekur þó sérstaklega fram að að hvorki hafi verið um harðýðgi né svelti að ræða. „Hér er á ferðinni almennt umhirðuleysi eins og til dæmis vanfóðrun og umhyggjuleysi. Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttindi sem þeim er tryggður með löggjöf. Þetta eru svona margítrekuð brot á lögum og reglugerðum,“ segir hún. Aðfinnslur hafi verið gerðar við fóðrun sem var ekki talin nægjanleg. „En það var langt því frá að þau væru að svelta,“ segi yfirdýralæknirinn. Sigurborg sigur að umræða um málið á samfélagsmiðlum hafi farið ansi geyst með fullyrðingum sem ekki séu réttar. „Það er mjög leiðinlegt að allir einhvern veginn bara trúa öllu sem sagt er,“ segir hún og vísar sérstaklega til fullyrðinga um að dýrin hafi verið að svelta. Mál á þriðja tugs hrossa enn í ferli Á bænum eru enn í kringum tuttugu og fimm hross en Matvælastofnun er með mál þeirra í vinnslu. Stofnunin hefur gert kröfu um úrbætur og beitt þvingunum til að þess að ná þeim fram. „Við erum að beita dagsektum, láta vinna verk á kostnað eiganda. Það er í gangi núna. Síðan ef allt um þrýtur endar það með því sem lögin segja að við eigum að gera og geta gert, það er að taka dýr úr vörslu eiganda,“ segir Sigurborg.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12 Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 15. nóvember 2022 14:12
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20