Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2022 20:02 Hitaveitur landsins eru komnar að þolmörkum vegna meiri aukningar á notkun á heitu vatni en spár gerðu ráð fyrir. Íslendingar þurfa að temja sér meiri virðingu fyrir auðlindinni og fara sparlega með vatnið auk þess sem virkja þarf ný svæði. Stöð 2/Arnar Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins. Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir. Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Samorka boðaði til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar í landinu í Hörpu í morgun. Farið var yfir stöðuna hjá stærstu veitufyrirtækjunum og spár um framtíðar þörf á heitu vatni. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir stöðuna þunga hjá hitaveitunum í landinu. „Það er vegna þess að heitavatnsnotkun hefur aukist umfram fólksfjölgun. Þannig að þær eiga í fullu fangi með að anna núverandi eftirspurn og svo þarf auðvitað að hugsa fyrir framtíðinni,“ segir Lovísa. Á höfuðborgarsvæðinu væri til að mynda reiknað með rúmlega þriggja prósenta aukningu í eftirspurn á ári. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku segir að Íslendingar þurfi að læra að umgangast heita vatns auðlindina af meiri virðingu.Stöð 2/Vísir „Ef við horfum til lengri tíma og til ársins 2060 þá er það tvöföldun á öllu heitavatnskerfinu. Og ef við horfum á hversu mikil orka þetta er þá er samanlagt afl hitaveita Veitna sem sér Reykjavík fyrir heitu vatni á við tvöfalda Kárahnjúkavirkjun. Þannig að þetta er rosalega mikil orka og stórmál að tvöfalda þetta,“ segir Lovísa. Um 60% allrar orku sem notuð væri hér á landi væri heitt vatn til húshitunar, baða og annarrar neyslu. Það væru alls 43 teravattsstundir eða tvöfalt meiri orka en frá allri raforkuframleiðslu landsins. „Núverandi vinnslusvæði eru komin í hámarks afkastagetu. Þannig að við þurfum að leita leiða til að nýta þau betur. Til dæmis með því að hvetja fólk til að fara betur með heita vatnið,“ segir Lovísa. Eftirspurnin eftir heitu vatni hefur aukist langt umfram fólksfjölgun meðal annars vegna þess að færri búa í fleiri íbúðum en áður. Þar með eykst fermetrafjöldinn sem þarf að hita.Samorka Það mætti gera með stuttum sturtum í stað þess að fara í bað og spara gangstéttahitun á sumrin. Hitaveitur um allt land væru að huga að næstu skrefum „Vandamálið er að jarðhitaleit tekur mjög langan tíma. Það er líka hluti af því vandamáli af hverju það er erfitt að anna þessu núna. Af því að aukningin hefur farið fram úr spám og leit getur tekið áratug. Svo þarf að kynnast jarðhitakerfinu sem gefur okkur eitthvað og sjá hvaða reynsla kemur á það,“ segir Lovísa Árnadóttir.
Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. 17. nóvember 2022 15:33
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20