Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 20:39 Yngvi Gunnlaugsson áhyggjufullur á svip á línunni í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum. Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Tapið er fjórða tap Breiðabliks í röð og hafa þau öll verið nokkuð stór. Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik en í þriðja leikhluta skildu leiðir og Grindavík stakk af. „Orkustigið var ekki eins hátt og það hafði verið í fyrri hálfleik. Að sama skapi voru þær allar að hitta ofsalega vel fyrir utan, á meðan þetta var svolítið stöngin út hjá okkur.“ „Fram að þessum leik vorum við búnar að spila við Hauka, Val og Keflavík, sem eru þrjú af fjórum - kannski fimm bestu liðunum - eftir að við vorum búnar að missa bæði Ísabellu og Sabrinu og við spiluðum einhverja leiki án Birgit. Það var gott að fá hana inn af fullum krafti og það eru fleiri að skila [góðri frammistöðu]. Við höfum átt góða kafla í öllum þessum leikjum og við viljum framlengja þessa kafla. Þá lítur þetta ágætlega út hjá okkur.“ Sabrina Haines byrjaði tímabilið með Breiðabliki en hefur yfirgefið félagið. Sömu sögu má segja um Ísabellu Ósk Sigurðardóttur. Þær spiluðu báðar mikilvægt hlutverki í liðinu. Er Breiðablik í leit að liðsstyrk? „Nei nei, ekkert þannig. Það er nóg af leikmönnum sem okkur stendur til boða, en eins og staðan er núna þá er líklega að ég verði í búning í næsta leik heldur en að það verði kominn Kani. Við erum ekkert að hengja haus, það er tækifæri fyrir stelpur að koma inn. Eyrún kom með svakalega fína innkoma, það fá fleiri stelpur tækifæri og þær þrá það, það er það jákvæða.“ Enginn bandarískur leikmaður fyrir næsta leik, en er stefnan að fá inn bandarískan leikmann? „Við vinnum þetta bara viku fyrir viku og sjáum til. Við ætlum aðeins að sjá hvernig landið liggur, næstu úrslit verða og svoleiðis, og ætlum ekki að fríka út eins og er. Við getum tekið hvaða gagnrýni sem er, fólk getur blásið í hvaða setti sem er, í hvaða landi sem er, það veit ekki alla söguna. Að því sögðu þá reynum við að vera samkeppnishæf og gera okkar besta.“ Ertu svekktur með þær, Sabrinu og Ísabellu? „Ekki vitund svekktur með þær. Ég reyni að vera jákvæður maður að eðlisfari og með hverjum degi styttist í jólin og allt það. Sabrina fer af persónulegum óskum og við getum ekki verið að halda leikmanni föngnum. Hún spilaði þrjá leiki eftir að hún var búin að biðja um að fá að fara, kúdós á hana fyrir það. Við hefðum gjarnan viljað halda Ísabellu áfram, en það er enginn kali af okkar hálfu. Við gengum þannig frá öllum vistaskiptum, Njarðvík bar sig mjög faglega að öllu og að því sögðu óskum við henni bara góðs gengis. Vonandi gengur þeim bara vel,“ sagði Yngvi að lokum.
Breiðablik UMF Grindavík Subway-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum