Guðmundur annar í sögunni til að ná inn á Evrópumótaröðina Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 14:24 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Getty/Angel Martinez Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GKG, náði frábærum áfanga á Spáni í dag þegar hann tryggði sig inn á Evrópumótaröðina í golfi eftir sex daga lokaúrtökumót. Guðmundur Ágúst þurfti að ná að verða á meðal 25 efstu á lokaúrtökumótinu til að komast inn á sterkustu mótaröð Evrópu. Hann var í góðri stöðu fyrir lokahringinn í dag, í 16.-19. sæti, og er í 19.-22. sæti þegar þetta er skrifað á samtals -18 höggum eftir sex hringi. Ljóst er að Guðmundur endar ekki neðar en í 22. sæti og hann er því kominn inn á Evrópumótaröðina, sem kölluð er DP World Tour. Aðeins einn Íslendingur hafði áður komist í gegnum lokaúrtökumótið og inn á Evrópumótaröðina en það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Þetta var í annað sinn sem að Guðmundur Ágúst kemst inn á lokaúrtökumótið en árið 2019 komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnishringinn. Bjarki Pétursson úr GKG komst einnig á lokaúrtökumótið en féll úr keppni eftir fjóra hringi. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst þurfti að ná að verða á meðal 25 efstu á lokaúrtökumótinu til að komast inn á sterkustu mótaröð Evrópu. Hann var í góðri stöðu fyrir lokahringinn í dag, í 16.-19. sæti, og er í 19.-22. sæti þegar þetta er skrifað á samtals -18 höggum eftir sex hringi. Ljóst er að Guðmundur endar ekki neðar en í 22. sæti og hann er því kominn inn á Evrópumótaröðina, sem kölluð er DP World Tour. Aðeins einn Íslendingur hafði áður komist í gegnum lokaúrtökumótið og inn á Evrópumótaröðina en það gerði Birgir Leifur Hafþórsson árin 2006 og 2007. Þetta var í annað sinn sem að Guðmundur Ágúst kemst inn á lokaúrtökumótið en árið 2019 komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða keppnishringinn. Bjarki Pétursson úr GKG komst einnig á lokaúrtökumótið en féll úr keppni eftir fjóra hringi.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira