Hátt í tvö hundruð nautgripir fjarlægðir vegna gruns um vanrækslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Nautgripirnir verða fluttir af bænum. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. Nautgripir á svæðinu í gær. Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur. „Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu. Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun. „Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð. „Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“ Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr? „Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“ Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56 Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20 Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýjabæ Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 11. nóvember 2022 16:56
Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. 7. nóvember 2022 19:20
Kvart, kukl og kveinstafir MAST Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. 2. nóvember 2022 11:31