Viðskipti innlent

Karen Kjartans nýr með­eig­andi í Lang­brók

Atli Ísleifsson skrifar
Karen Kjartansdóttir.
Karen Kjartansdóttir. Aðsend

Karen Kjartansdóttir hefur bæst við hóp eiganda ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar. 

Í tilkynningu kemur fram að Karen hafi um árabil unnið á sviði almannatengsla og stjórnendaráðgjafar. Síðast starfaði hún hjá ráðgjafafyrirtækinu Athygli.

„Karen hefur fjölbreytta starfsreynslu úr íslensku atvinnulífi og hagsmunasamtaka þeirra. Þá starfaði hún í um áratug á fjölmiðlum. Einnig hefur Karen unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög í atvinnulífinu, meðal annars að því að efla tengsl milli atvinnulífs og menntastofnana auk þess að halda utan um skipulag á ráðstefnum og málþingum vegna málefna atvinnulífsins. 

Karen útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og er með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lokið námskeiði í sjálfbærni og hringrásarhagkerfi frá Cambridge,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×