„Ég vissi bara að það væri engin leið út úr því að elska hann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:00 Þau Snærós og Freyr voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Hjónin Snærós Sindradóttir og Freyr Rögnvaldsson hittust fyrst í rútu fyrir fjórtán árum síðan. Þau heilluðust samstundis hvort af öðru en ætluðu sér þó aldrei að byrja saman. Þremur árum síðar lágu leiðir þeirra svo saman á ný og var þá ekki aftur snúið. Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12
„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30