UFC-stjarna lést 38 ára að aldri Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Anthony Johnson var afar vinsæll bardagakappi. Getty/Steve Marcus Fyrrverandi UFC-bardagakappinn Anthony „Rumble“ Johnson lést á sunnudaginn, 38 ára að aldri, eftir glímu við líkamleg veikindi. Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“ MMA Andlát Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Johnson sneri aftur úr fjögurra ára hléi síðasta sumar þegar hann keppti gegn Jose Augusto Azevedo á Bellator 258 bardagakavöldinu, og vann alls 23 af 29 MMA-bardögum sínum á ferlinum. Andlát hans kom aðdáendum og keppinautum í opna skjöldu þar sem að þeim var ekki kunnugt um alvarleika veikinda hans, en samkvæmt frétt Yahoo Sports var Johnson með non-Hodgkin‘s eitilfrumukrabbamein og sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm. Johnson var á sínum tíma talinn einn skemmtilegasti og mest spennandi bardagamaður UFC-heimsins. Hann keppti í nokkrum þyngdarflokkum en náði lengst í léttþungavigt og keppti þar tvo titilbardaga við Daniel Cormier, á árunum 2014-2017, en tapaði þeim báðum. „Hvíldu í friði bróðir minn,“ skrifaði Cormier á Twitter eftir að fréttir af andláti Johnson bárust. „Miðað við mann sem gat skotið svo mörgum skelk í bringu þá var Anthony Johnson umhyggjusamur maður. Allt frá handahófskenndum skilaboðum til þess að tékka á manni eftir tap. Þvílíkur maður sem hann var. Rumble verður saknað. Stundum er lífið ekki sanngjarnt. Skelfilegar fréttir,“ skrifaði Cormier. Johnson, sem var þekktur fyrir kröftug rothögg, vann meðal annars menn á borð við Alexander Gustafsson, Jimi Manuwa og Glover Teixeira. Sá síðastnefndi skrifaði: „Ég er svo hryggur yfir þessum fréttum. Einn mest ógnvekjandi og harði andstæðingur sem ég hef mætt en líka einn viðkunnanlegasti og auðmýksti maður sem ég hef kynnst. Hjarta mitt er í molum. Samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Hvíldu í friði.“
MMA Andlát Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Sjá meira