Rúnar Alex í jarðarför og samkomulag við þjálfara Jóns Dags Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 15:31 Rúnar Alex Rúnarsson verður að láta nægja að spila leikinn á miðvikudag. Getty/Robbie Jay Barratt Engin forföll hafa orðið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fyrir leikinn við Litháen ytra á miðvikudag, í Eystrasaltsbikarnum. Tveir leikmenn yfirgefa hins vegar liðið eftir þann leik. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir frá því í viðtali á Facebook-síðu KSÍ að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson verði ekki með í seinni leik Íslands, sem annað hvort verður úrslitaleikur eða leikur um þriðja sæti mótsins. Rúnar Alex, sem spilar í Tyrklandi, fer eftir leikinn við Litháen heim til Íslands vegna jarðarfarar. Arnar segir jafnframt að gert hafi verið samkomulag við þjálfara Jóns Dags hjá belgíska liðinu OH Leuven um að hann spili aðeins leikinn við Litháen. Arnar ætlar sér sigur á mótinu og segir Ísland með betra lið en Litháen og hin tvö liðin; Eistland og Lettland. „Þó að þetta sé vináttuleikjagluggi þá er þetta keppni og við erum mættir hingað til Litháen til að vinna leikinn á miðvikudaginn og komast í úrslit. Þetta er mót sem verið hefur hérna nánast í hundrað ár og er stórt fyrir þessar þjóðir, og við erum ánægðir og stoltir af að taka þátt. Við viljum að sjálfsögðu vinna,“ sagði Arnar sem að þessu sinni nýtur krafta Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Sverris Inga Ingasonar sem ekki hafa spilað með landsliðinu undanfarið. Íslenska landsliðið tapaði í síðustu viku leikjum við Suður-Kóreu og Sádi-Arabíu, 1-0 í báðum tilvikum, en þar var um að ræða leiki þar sem langflestir þeirra sem spila með atvinnumannaliðum erlendis komu ekki til greina, þar sem leikirnir voru utan FIFA-landsleikjaglugga. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. 8. nóvember 2022 13:03 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir frá því í viðtali á Facebook-síðu KSÍ að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson verði ekki með í seinni leik Íslands, sem annað hvort verður úrslitaleikur eða leikur um þriðja sæti mótsins. Rúnar Alex, sem spilar í Tyrklandi, fer eftir leikinn við Litháen heim til Íslands vegna jarðarfarar. Arnar segir jafnframt að gert hafi verið samkomulag við þjálfara Jóns Dags hjá belgíska liðinu OH Leuven um að hann spili aðeins leikinn við Litháen. Arnar ætlar sér sigur á mótinu og segir Ísland með betra lið en Litháen og hin tvö liðin; Eistland og Lettland. „Þó að þetta sé vináttuleikjagluggi þá er þetta keppni og við erum mættir hingað til Litháen til að vinna leikinn á miðvikudaginn og komast í úrslit. Þetta er mót sem verið hefur hérna nánast í hundrað ár og er stórt fyrir þessar þjóðir, og við erum ánægðir og stoltir af að taka þátt. Við viljum að sjálfsögðu vinna,“ sagði Arnar sem að þessu sinni nýtur krafta Jóhanns Bergs Guðmundssonar og Sverris Inga Ingasonar sem ekki hafa spilað með landsliðinu undanfarið. Íslenska landsliðið tapaði í síðustu viku leikjum við Suður-Kóreu og Sádi-Arabíu, 1-0 í báðum tilvikum, en þar var um að ræða leiki þar sem langflestir þeirra sem spila með atvinnumannaliðum erlendis komu ekki til greina, þar sem leikirnir voru utan FIFA-landsleikjaglugga.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. 8. nóvember 2022 13:03 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Sverrir og Jóhann snúa aftur í landsliðið Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg Guðmundsson eru báðir í íslenska landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson hefur valið fyrir leikina í Baltic Cup síðar í þessum mánuði. 8. nóvember 2022 13:03