Fótbolti

Laporta: „Barcelona fengi milljarð evra fyrir að vera meðal stofn­enda Ofur­deildarinnar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joan Laporta er forseti spænska stórveldisins Barcelona.
Joan Laporta er forseti spænska stórveldisins Barcelona. Albert Llop/Getty

Joan Laporta, forseti Barcelona, er enn með hina svokölluðu Ofurdeild Evrópu á heilanum ef marka má útvarpsviðtal sem hann fór í um helgina. Hann segir að Börsungar myndu fá milljarð evra í eigin vasa ef félagið yrði meðal stofnenda deildarinnar.

Laporta er ekki af baki dottinn þó hugmyndin um „Ofurdeild Evrópu“ hafi verið skotin niður þegar hún stakk síðast upp kollinum.

Forsetinn heldur áfram að tala um hvað Barcelona sem félag gæti grætt gríðarlega mikla fjármuni verði deildin að veruleika. Hann talar um að einn milljarða evra við stofnun deildarinnar og 300 milljónir evra árlega eftir það gangi hún vel.

„Félögin munu stýra ferðinni. Sem stendur er verkefnið í lausu lofti. Í mars fáum við svar frá dómstólum í Lúxemborg og þar sem við höfum þegar hafið viðræður við UEFA gæti deildin orðið að veruleika innan nokkurra ára,“ sagði Laporta meðal annars í viðtalinu.

Sem stendur eru aðeins Barcelona, Real Madríd og Juventus hlynnt Ofurdeild Evrópu. Önnur lið hafa bakkað út eftir mikil mótmæli.

Barcelona trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en verður í Evrópudeildinni eftir áramót eftir að hafa mistekist að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir

Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

Ofurdeildarfélögin sleppa við refsingu

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur ákveðið að lögsækja ekki Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir þátttöku sína í tilraun til að stofna nýja Ofurdeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×