Freyr ætlar að kaupa þúsund bjóra eftir sigur Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2022 12:02 Freyr Alexandersson stýrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Lars Ronbog/Getty Images Freyr Alexandersson var eðlilega hátt uppi þegar lið hans Lyngby vann loks leik í dönsku úrvalsdeildinni í gær, laugardag. Eftir leik sagðist hann ætla að kaupa þúsund Carlsberg-bjóra til að fagna sigrinum. Nýliðarnir hafa ekki haft ærna ástæðu til að fagna það sem af er leiktímabili, það er þangað til í gær. Í síðustu umferðinni fyrir jóla og HM frí þá tókst Lyngby að landa 2-0 sigri á útivelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Lyngby er vissulega enn langneðst í deildinni en sigurinn gefur liðinu aukna trú á verkefnið og hver veit nema endurkoma Alfreðs Finnbogasonar eftir áramót verði stökkpallurinn sem liðið þarf. Freyr ákvað allavega eftir leik að gefa mönnum leyfi til að sletta aðeins úr klaufunum fyrst næsti deildarleikur er ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Hann ætlar sjálfur að leggja 1000 bjóra í púkkið. „Njótið augnabliksins, förum svo í rútuna og heim. Ég kaupi svo þúsund Carlsberg-bjóra og þið getið haldið gott partí. Það er verðskuldað strákar,“ sagði Freyr við leikmenn sína inn í klefa en danska sjónvarpsstöðin TV3 var með myndavél í klefanum. Så kom den sejr! Lyngby Football here we go #sldk #siflbk #SammenforLyngby pic.twitter.com/coxQ1hfCBE— Pelle Lindegaard Bügel (@PellePjevs) November 12, 2022 Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30 Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Nýliðarnir hafa ekki haft ærna ástæðu til að fagna það sem af er leiktímabili, það er þangað til í gær. Í síðustu umferðinni fyrir jóla og HM frí þá tókst Lyngby að landa 2-0 sigri á útivelli gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Lyngby er vissulega enn langneðst í deildinni en sigurinn gefur liðinu aukna trú á verkefnið og hver veit nema endurkoma Alfreðs Finnbogasonar eftir áramót verði stökkpallurinn sem liðið þarf. Freyr ákvað allavega eftir leik að gefa mönnum leyfi til að sletta aðeins úr klaufunum fyrst næsti deildarleikur er ekki fyrr en í febrúar á næsta ári. Hann ætlar sjálfur að leggja 1000 bjóra í púkkið. „Njótið augnabliksins, förum svo í rútuna og heim. Ég kaupi svo þúsund Carlsberg-bjóra og þið getið haldið gott partí. Það er verðskuldað strákar,“ sagði Freyr við leikmenn sína inn í klefa en danska sjónvarpsstöðin TV3 var með myndavél í klefanum. Så kom den sejr! Lyngby Football here we go #sldk #siflbk #SammenforLyngby pic.twitter.com/coxQ1hfCBE— Pelle Lindegaard Bügel (@PellePjevs) November 12, 2022
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30 Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Guðmundur, Mourinho og Phil Jackson meðal þeirra sem Freyr horfir upp til Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í skemmtilegu viðtali nýverið þar sem hann fór yfir þá þjálfara sem hann horfir upp til. 8. nóvember 2022 07:30
Er með tvo af eigendum liðsins í leikmannahópnum Freyr Alexandersson, þjálfari danska fótboltafélagsins Lyngby, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum. Fór Freyr yfir víðan völl, og nefndi meðal annars þá staðreynd að þegar hann stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð voru tveir af eigendum liðsins í leikmannahópi félagsins. Eru þeir þar enn þó annar sé meiddur sem stendur. 15. október 2022 07:01