„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 16:01 Kirk Cousins á haus í leiknum um helgina en henni setti svo allt á haus með fagnaðarlátum sínum í flugvélinni á heimleiðinni. AP/Julio Cortez Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum en þar er farið vel yfir síðustu helgi í NFL-deildinni. Strákarir fóru meðal annars yfir þá og þau lið sem átti góða og slæma helgi í deildinni í níundu keppnisviku. Víkingarnir frá Minnesota eru í eina skemmtilegast teiti ársins en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og er langefst í sínum norðurriðli í Þjóðardeildinni. Vikings liðið vann sjötta leikinn í röð um helgina og er nú meira en fjórum sigurleikjum á undan Green Bay Packers. „Þeir geta ekki hætt að vinna og eru að spila frábærlega undir öryggri leiðsögn Kirk You like that!! Cousins,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Þetta var líka revenge game fyrir Cousins því þetta var fyrsti leikurinn hans í Washington skipti yfir til Minnesota. Þetta var ekkert frábært en eins og oft áður í vetur þá gerði Minnesota bara það sem Minnesota þurfti að gera til þess að loka leiknum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í níundu viku Fagnaðarlæti leikmanna Minnesota Vikings vöktu sérstaka athygli ekki síst fella eins og menn sjá í keilunni. „Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum,“ sagði Henry Birgir. „Það er gaman hjá þessu liði, skaut Andri inn í. „Akkúrat, það er málið. Þetta er eitt skemmtilegasta liðið til þess að vera í þessa dagana. Sjáið stemmninguna inn á vellinum. það eru bros út um allt og allir að peppa hvern annan. Auðvitað hjálpar til að vera vinna þessa leiki,“ sagði Henry. Lokasóknin sýndi svo myndband frá því í flugvélinni á leið heim eftir leikinn en þar var leikstjórnandinn meðal annars kominn úr að ofan. „Þetta er skemmtilegasta partýið í deildinni,“ sagði Henry. Það var samt slæm helgi hjá dómaranum í leiknum en hér fyrir ofan má sjá strákana í Lokasókninni fara yfir góða og slæma helgi manna í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira
Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum en þar er farið vel yfir síðustu helgi í NFL-deildinni. Strákarir fóru meðal annars yfir þá og þau lið sem átti góða og slæma helgi í deildinni í níundu keppnisviku. Víkingarnir frá Minnesota eru í eina skemmtilegast teiti ársins en liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum og er langefst í sínum norðurriðli í Þjóðardeildinni. Vikings liðið vann sjötta leikinn í röð um helgina og er nú meira en fjórum sigurleikjum á undan Green Bay Packers. „Þeir geta ekki hætt að vinna og eru að spila frábærlega undir öryggri leiðsögn Kirk You like that!! Cousins,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Þetta var líka revenge game fyrir Cousins því þetta var fyrsti leikurinn hans í Washington skipti yfir til Minnesota. Þetta var ekkert frábært en eins og oft áður í vetur þá gerði Minnesota bara það sem Minnesota þurfti að gera til þess að loka leiknum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Klippa: Lokasóknin: Góð og slæm helgi í níundu viku Fagnaðarlæti leikmanna Minnesota Vikings vöktu sérstaka athygli ekki síst fella eins og menn sjá í keilunni. „Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum,“ sagði Henry Birgir. „Það er gaman hjá þessu liði, skaut Andri inn í. „Akkúrat, það er málið. Þetta er eitt skemmtilegasta liðið til þess að vera í þessa dagana. Sjáið stemmninguna inn á vellinum. það eru bros út um allt og allir að peppa hvern annan. Auðvitað hjálpar til að vera vinna þessa leiki,“ sagði Henry. Lokasóknin sýndi svo myndband frá því í flugvélinni á leið heim eftir leikinn en þar var leikstjórnandinn meðal annars kominn úr að ofan. „Þetta er skemmtilegasta partýið í deildinni,“ sagði Henry. Það var samt slæm helgi hjá dómaranum í leiknum en hér fyrir ofan má sjá strákana í Lokasókninni fara yfir góða og slæma helgi manna í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Sjá meira