Anníe Mist í sérstakri stöðu á sögulegum fyrsta heimslista CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir verður í sérstakri stöðu þegar fyrsti heimslistinn verður settur saman enda eyddi hún heilu ári í liðakeppninni og því er óvissa um stigin sem hún færi fyrir það. Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin kynntu í gær til leiks nýjan heimslista í CrossFit íþróttinni líkt og við þekkjum svo vel í golfi og tennis. Frá og með næsta tímabili þá mun besta CrossFit fólk heims vita í hvaða sæti það er í heiminum og hvort það er á uppleið eða niðurleið. CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
CrossFit samtökin kynntu í gær þetta nýtt stigakerfi sem mun raða besta íþróttafólkinu upp eftir árangri þeirra á öllum stigum á heimsleikatímabilinu. Kerfið mun nota árangur síðustu tveggja ára á undan til að raða fólkinu upp og um leið og keppendur bæta við nýjum hluta á leið sínum á heimsleikanna þá detta gömlu upplýsingarnar út á móti. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit fólkið getur unnið sér inn stig í opna hlutanum, átta manna úrslitum, undanúrslitum og svo að sjálfsögðu á heimsleikunum sjálfum. Besta CrossFit fólkið mun ekki aðeins vita stöðuna á sér á heimslistanum heldur mun góð staða þar einnig hjálpa því inn á heimsleikana. Svæðakeppnin í undanúrslitum mun hafa ákveðin mörg föst sæti sem skila þátttökurétt á heimsleikunum en fyrir hver undanúrslit mun bætast við aukasæti út frá stöðu keppenda frá því svæði á heimslistanum. Góð staða keppenda frá ákveðnum svæði á heimsleikunum mun þannig fjölga sætum í boði í þeirra svæðakeppni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Evrópa hefur sem dæmi fimm föst sæti hjá hvor kyni en það má búast við því að góða staða keppenda á heimslistanum kalli á fleiri sæti. Hvað gera þau með Anníe Mist? Ein stór spurning varðandi þetta nýja stigakerfi snýr að Anníe Mist Þórisdóttur og fólki í hennar stöðu. Anníe Mist keppti nefnilega ekki í einstaklingskeppninni á síðasta ári heldur í liðakeppninni. Fari svo sem búist er við, að hún keppi aftur sem einstaklingur, þá er það stóra spurningin um það hvort hún fái þá engin stig fyrir síðasta tímabil eða mun frammistaða hennar í liðakeppninni nýtast henni í stigasöfnuninni. Það er öllum ljóst að Anníe Mist er enn í hópi bestu CrossFit kvenna heims og þetta kæmi því mjög klaufalega og kjánalega út. Það sýnir líka að það þarf að vanda til verka í þessu sem CrossFit samtökin eru vonandi að gera. Hvað þá með Söru Sigmunds? Önnur spurning snýr að Söru Sigmundsdóttur og því íþróttafólki sem missir úr tímabil vegna meiðsla. Sara fær engin stig fyrir 2021 tímabilið þar sem hún missti af því eftir að hafa slitið krossband. Stigaleysið á því ári hefur auðvitað mikil áhrif á hennar stöðu á heimslistanum. Á móti kemur að Anníe Mist og Sara gætu þá hækkað sig fljótt með góðri frammistöðu í undankeppni heimsleikanna á næsta ári. Það er búist við því að frekari upplýsingar um stigagjöfina og röð keppenda á fyrsta heimslistanum verði tilkynnt áður en opni hluti undankeppni heimsleikanna hefst á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá kynningu hjá CrossFit samtökunum á þessum breytingum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jXYXj8TDpaA">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira