Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og staðan var því 0-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Moise Kean kom gestunum í Juventus þó yfir á 60. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Adrien Rabiot og liðið gat andað léttar.
Heimamenn sóttu þó stíft það sem eftir lifði leiks og vildu meðal annars fá tvær vítaspyrnur. Í bæði skiptin kom VAR gestunum þó til bjargar og staðan var því enn 0-1 þegar venjulegum leiktíma lauk.
Heimamenn voru svo við það að sleppa í gegn á annarri mínútu uppbótartíma, en Alex Sandro kom í veg fyrir það með því að brjóta af sér rétt fyrir utan vítateig og fékk að líta beint rautt spjald að launum.
Ekki tókst heimamönnum að nýta sér liðsmuninn þessar seinustu mínútur leiksins og niðurstaðan því 0-1 sigur Juventus. Eins og áður segir var þetta fimmti deildarsigur liðsins í röð og Juventus situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki, en fyrir leikinn sat liðið í sjöunda sæti.