Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2022 23:04 Jóhann og Jóna Guðrún eiga svo von á 1900 til 2000 lömbum vorið 2023 en það ræðst þó af því hvað hrútarnir standa sig vel á fengitímanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast. Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Jóhann Ragnarsson og Jóna Guðrún Ármannsdóttir eru með rúmlega eitt þúsund fjár á bæ sínum Laxárdal í Hrútafirði. Búskapurinn gengur vel og þau hafa náð stórgóðum árangri í ræktun sinni. Nú styttist óðum í anna tíma í fjárhúsinu því fengitíminn fer að bresta á og eru hrútarnir fimmtíu á bænum að verða klárir í þá vertíð. „Já, það er að byrja að byggjast upp spenna í þeim, þeir eru svona svipaðir og þú varst á Hvanneyri þegar þú áttir von á konunni, þá var helvítis spenna í þér og þeir eru svipaðir,“ segir Jóhann skellihlæjandi og vísar þar með í fréttamann, sem var í námi á Hvanneyri á sínum tíma. „Gangmálið er 17 dagar en þetta tekur um 20 daga að rútta þessu í gegn hjá þeim. Það eru mikil vísindi á bak við það hvaða hrútur fær hvaða kind og ég veit ekki hvort ég get farið að segja þér það. Maður náttúrulega passar skyldleika og parar saman eftir kúnstarinnar reglum,“ bætir Jóhann við. Jóhann og Jóna Guðrún eru með mikið af fallegum kollótum hrútum og nota þá mikið yfir fengitímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútarnir stanga hvorn annan og gera sig klára fyrir vertíðina með alls konar brögðum í stíum sínum áður en þeir eru paraðir við kindurnar. Jóhann notar aðallega kollótta hrúta. „Til hvers að hafa horn á kind, það er bara óþarfi og þetta er bara svo miklu fallegra. Sauðkind á að vera kollótt,“ segir Jóhann staðfastur á sinni skoðun. Jóhann segir það gott að vera sauðfjárbóndi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann segir gott að vera sauðfjárbóndi í dag, reksturinn gangi vel og hann og kona hans séu ekki að kveinka sér, þau hafi það bara mjög gott. „Við berjum okkur ekkert, þetta gengur bara ágætlega. Það er bara eiginlega allt skemmtilegt við að vera sauðfjárbóndi, en það er oft mikil vinna, það er bara þannig og það skemmir ekki að vera að vinna við áhugamálið,“ segir Jóhann hress í bragði. Jóhann segist vera hættur að taka í nefið en hann „stelst“ þó til þess einstaka sinnum þegar hann er í fjárhúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Húnaþing vestra Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira