Garðabær og Samtökin´78 í samstarf Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 15:46 Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Garðabær Hinsegin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 skrifuðu undir samninginn. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur í Garðabæ. Hann teiknar upp fyrir okkur fjölbreyttar leiðir til þess að að fagna og fanga fjölbreytileikann í samfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samtökin ‘78 í gegnum tíðina í okkar fræðslustarfi. Nú erum við að formbinda samstarfið og nýtum markvisst þekkingu og innsýn frá samtökunum inn í fræðslu- og tómstundaumhverfið okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að þetta gerist núna þar sem fordómar og óæskileg orðræða á sér stað í auknum mæli og við verðum að sporna gegn henni af krafti.“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri við undirritunina. Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna ´78 tók einnig til máls við undirritunina: ,,Við í samtökunum ´78 hlökkum mikið til samstarfsins. Með þessum samningi er Garðabær að tryggja sér vöndustu hinseginfræðslu sem völ er á. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög taki vel við sér eins og Garðabær hefur gert. Með því að binda fræðsluna í samningi er hægt vinna þetta skipulega fram í tímann og vinnan verður markvissari. Þessi fræðslusamningur við Garðabæ er einn sá víðtækasti sem samtökin hafa gert við sveitarfélag og með honum teljum við að starfsfólk og nemendur séu vel í stakk búin til að tala um hinseginleikann.“ Samningurinn kveður á um að Samtökin ´78 veiti Garðabæ þjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi fyrir nokkra þjónustuþætti. Um er að ræða fræðslustarf fyrir nemendur í grunnskólum, starfsfólk í grunn-og leikskólum, félags-og frístundamiðstöðvar og stjórnendur hjá bænum. Þá verður veitt endurgjaldslausa ráðgjöf til ungmenna í Garðabæ. Undirbúningur að fræðslustarfinu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir að fyrstu fræðslufundir fari fram í lok þessa árs og byrjun næsta. Einnig verið að skoða útfærslu á fræðslu til þjálfara íþróttafélaga. Sameiginleg tillaga allra flokka í bæjarstjórn Tillagan um samstarfssamning Garðabæjar við Samtökin ´78 var fyrst lögð var fram í bæjarráði Garðabæjar í sumar í samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Í tillögunni kom fram að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum og mikilvægt sé að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki.
Garðabær Hinsegin Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira