Innherji

Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði

Hörður Ægisson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hefur áður mótmælt þeirri skoðun „harðlega“ að ef ÍL-sjóður verði settur í skiptameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs. Þá hefur hann eins sagt það ekki standast skoðun að slík leið kunni að skaða lánstraust íslenska ríkisins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hefur áður mótmælt þeirri skoðun „harðlega“ að ef ÍL-sjóður verði settur í skiptameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs. Þá hefur hann eins sagt það ekki standast skoðun að slík leið kunni að skaða lánstraust íslenska ríkisins.

Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans.


Tengdar fréttir

Áform ráðherra gætu haft „jákvæð áhrif á vaxtaumhverfið,“ segir bankastjóri Arion

Bankastjóri Arion banka telur að áform fjármálaráðherra um að slíta ÍL-sjóði með sérstakri lagasetningu, náist ekki samkomulag við kröfuhafa, eigi ekki að valda þrýstingi á fjármálamarkaði heldur geti þau haft „jákvæð áhrif“ á vaxtaumhverfið. Arion hefur fært niður virði íbúðabréfa útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum í bókum sínum fyrir um 250 milljónir króna.

„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot

Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×