Finnur æðruleysi í lægðunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2022 11:31 Júlí Heiðar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Instagram @juliheidar Tónlistarmaðurinn, leikarinn og lífskúnstnerinn Júlí Heiðar átti öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf á síðasta ári þegar hann sendi frá sér lagið Ástin heldur vöku sem sat meðal annars í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957. Hann var að senda frá sér lagið Hærra og nýtir tónlistina sem tjáningarform. Júlí Heiðar er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er 31 árs gamall, frá Þorlákshöfn en búsettur í vesturbænum þar sem ég bý með unnustunni minni Þórdísi Björk (Dísu), strákunum okkar tveimur Nóa og Bjarti, hundinum Bóasi og kettinum Sólmundi. Ég er leikari, tónlistarmaður, dansari og vinn í markaðsdeild Arion banka. Ég er með BA í leiklist og meistaragráðu í menningarmiðlun. Ég held að ég sé frekar kurteis, jákvæður, rómantískur og duglegur og kannski svona nett ofvirkur. Ég er extrovert og á mjög auðvelt með kynnast fólki. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað veitir þér innblástur? Það getur verið svo margt sem veitir mér innblástur. Þegar kemur að tónlist þá getur það verið list eða tónlist eftir aðra, bíómynd, eða jafnvel bara einhver umhverfishljóð. Ég man reyndar eftir einu kvöldi þar sem ég varð fyrir rosalega miklum innblæstri nýlega. Ég var að horfa á Yesterday, bítlamyndina, og varð að stoppa í miðri mynd til þess að setjast við píanóið. Ég samdi þrjú lög þetta kvöld með textum. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Það eru tveir hlutir sem ég veit fyrir víst að láta mér líða betur en það er fjölbreytt mataræði og hreyfing, svona frekar klassískt svar. Það er þrennt sem er eins og hugleiðsla fyrir mig og nærir andlega heilsu. Þegar ég spila á gítarinn eða píanóið tekst mér oft að ná slökun og hvíla hugann en líka þegar ég elda. Svo eru það göngutúrar með Dísu, ég er ekkert mikið fyrir að labba einn en kem alltaf endurnærður úr göngutúrum með henni. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég er mættur í Arion banka einhvern tímann um 09:00 eftir að ég hef skutlað á leikskólann og þá byrjar stuðið. Ég starfa í markaðsdeild Arion sem viðburðastjóri og það er nóg að gera í þeim málum. Ef ég er ekki að vinna að viðburði er ég að vinna í einhverri grafík eða öðrum markaðstengdum verkefnum. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Eftir vinnu sæki ég í leikskólann og fer heim. Frá klukkan 17-20 er það svo bara eitthvað sem þarf að gera heima og svona praktískir hlutir með fjölskyldunni. Þegar strákarnir eru sofnaðir reynum við Dísa að eiga næs stund saman. Ég er mjög oft í einhverjum auka verkefnum sem taka við eftir vinnu sem tengjast tónlist eða einhverju öðru svo dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir. Við fjölskyldan erum alltaf á ferðinni og enginn dagur er eins. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Uppáhalds lag og af hverju? Ég hef þurft að svara þessari spurningu 100 sinnum og örugglega alltaf verið með sitthvort svarið. Ég held að ég eigi ekki beint eitthvað eitt uppáhalds lag en ég held upp á fullt af listamönnum úr allskonar mismunandi tónlistarstefnum. Sú tónlist sem ég held þó mest upp á er háskólarokk. Bönd á borð við Blink 182, Panic! At the disco og Fall out boy. Uppáhalds matur og af hverju? Þessari spurningu hef ég reyndar alltaf svarað eins. Það er kjötsúpan hennar ömmu. Þarf ekkert að flækja það neitt. Besta ráð sem þú hefur fengið? Vera ég sjálfur og ekki breyta mér til þess að geðjast öðrum. Þetta getur reynst erfitt en ég hef verið á þeim stað að gleyma því hver ég er og hvað gerir mig hamingjusaman. Nýja lagið mitt Hærra fjallar einmitt um tilfinninguna sem fer um mann þegar maður vinnur sig út úr svona flækju og finnur hugarró. Manni finnst maður bara svífa hærra og hærra með hverjum deginum. Ég reyni að rækta það sem gerir mig hamingjusaman, og ef ég uppsker velgengni og viðurkenningu er það bara bónus. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það er fyrst og fremst konan mín sem er líka besti vinur minn, strákarnir okkar, vinir og fjölskylda. Svo er það að ferðast, spila eða semja tónlist, dansa og svo vinnan mín. Mér finnst líka gaman að setja mér markmið og vinna í áttina að þeim. Annars er lífið svo óútreiknanlegt, fullt af hæðum og lægðum en ef maður nær að sjá það jákvæða í öllu því sem lífið hendir í mann, umkringir sig góðu fólki, reynir að vera betri maður í dag en í gær og finnur æðruleysi í lægðunum er maður í góðum málum. Innblásturinn Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 „Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“ Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 29. október 2022 11:30 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 15. október 2022 11:31 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er 31 árs gamall, frá Þorlákshöfn en búsettur í vesturbænum þar sem ég bý með unnustunni minni Þórdísi Björk (Dísu), strákunum okkar tveimur Nóa og Bjarti, hundinum Bóasi og kettinum Sólmundi. Ég er leikari, tónlistarmaður, dansari og vinn í markaðsdeild Arion banka. Ég er með BA í leiklist og meistaragráðu í menningarmiðlun. Ég held að ég sé frekar kurteis, jákvæður, rómantískur og duglegur og kannski svona nett ofvirkur. Ég er extrovert og á mjög auðvelt með kynnast fólki. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað veitir þér innblástur? Það getur verið svo margt sem veitir mér innblástur. Þegar kemur að tónlist þá getur það verið list eða tónlist eftir aðra, bíómynd, eða jafnvel bara einhver umhverfishljóð. Ég man reyndar eftir einu kvöldi þar sem ég varð fyrir rosalega miklum innblæstri nýlega. Ég var að horfa á Yesterday, bítlamyndina, og varð að stoppa í miðri mynd til þess að setjast við píanóið. Ég samdi þrjú lög þetta kvöld með textum. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Það eru tveir hlutir sem ég veit fyrir víst að láta mér líða betur en það er fjölbreytt mataræði og hreyfing, svona frekar klassískt svar. Það er þrennt sem er eins og hugleiðsla fyrir mig og nærir andlega heilsu. Þegar ég spila á gítarinn eða píanóið tekst mér oft að ná slökun og hvíla hugann en líka þegar ég elda. Svo eru það göngutúrar með Dísu, ég er ekkert mikið fyrir að labba einn en kem alltaf endurnærður úr göngutúrum með henni. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég er mættur í Arion banka einhvern tímann um 09:00 eftir að ég hef skutlað á leikskólann og þá byrjar stuðið. Ég starfa í markaðsdeild Arion sem viðburðastjóri og það er nóg að gera í þeim málum. Ef ég er ekki að vinna að viðburði er ég að vinna í einhverri grafík eða öðrum markaðstengdum verkefnum. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Eftir vinnu sæki ég í leikskólann og fer heim. Frá klukkan 17-20 er það svo bara eitthvað sem þarf að gera heima og svona praktískir hlutir með fjölskyldunni. Þegar strákarnir eru sofnaðir reynum við Dísa að eiga næs stund saman. Ég er mjög oft í einhverjum auka verkefnum sem taka við eftir vinnu sem tengjast tónlist eða einhverju öðru svo dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir. Við fjölskyldan erum alltaf á ferðinni og enginn dagur er eins. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Uppáhalds lag og af hverju? Ég hef þurft að svara þessari spurningu 100 sinnum og örugglega alltaf verið með sitthvort svarið. Ég held að ég eigi ekki beint eitthvað eitt uppáhalds lag en ég held upp á fullt af listamönnum úr allskonar mismunandi tónlistarstefnum. Sú tónlist sem ég held þó mest upp á er háskólarokk. Bönd á borð við Blink 182, Panic! At the disco og Fall out boy. Uppáhalds matur og af hverju? Þessari spurningu hef ég reyndar alltaf svarað eins. Það er kjötsúpan hennar ömmu. Þarf ekkert að flækja það neitt. Besta ráð sem þú hefur fengið? Vera ég sjálfur og ekki breyta mér til þess að geðjast öðrum. Þetta getur reynst erfitt en ég hef verið á þeim stað að gleyma því hver ég er og hvað gerir mig hamingjusaman. Nýja lagið mitt Hærra fjallar einmitt um tilfinninguna sem fer um mann þegar maður vinnur sig út úr svona flækju og finnur hugarró. Manni finnst maður bara svífa hærra og hærra með hverjum deginum. Ég reyni að rækta það sem gerir mig hamingjusaman, og ef ég uppsker velgengni og viðurkenningu er það bara bónus. View this post on Instagram A post shared by Ju li Heiðar (@juliheidar) Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Það er fyrst og fremst konan mín sem er líka besti vinur minn, strákarnir okkar, vinir og fjölskylda. Svo er það að ferðast, spila eða semja tónlist, dansa og svo vinnan mín. Mér finnst líka gaman að setja mér markmið og vinna í áttina að þeim. Annars er lífið svo óútreiknanlegt, fullt af hæðum og lægðum en ef maður nær að sjá það jákvæða í öllu því sem lífið hendir í mann, umkringir sig góðu fólki, reynir að vera betri maður í dag en í gær og finnur æðruleysi í lægðunum er maður í góðum málum.
Innblásturinn Tónlist Geðheilbrigði Tengdar fréttir Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01 „Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“ Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 29. október 2022 11:30 „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 15. október 2022 11:31 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12. febrúar 2022 16:01
„Lífið er núna, ekki í gær eða á morgun“ Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 29. október 2022 11:30
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01
Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 15. október 2022 11:31