Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:45 Kaczynski er sjálfur barnlaus. epa/Adam Warzawa Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar. Pólland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, 73 ára, sagði að ef áframhald yrði á því að konur undir 25 ára drykkju jafn mikið og karlar á sama aldri myndu engin börn fæðast. „Til að verða alkóhólisti þarf karlmaður að drekka of mikið í 20 ár, að meðaltali, en konur í aðeins tvö ár,“ sagði leiðtoginn meðal annars. Kaczynski, sem er sjálfur barnlaus, sagðist hafa þetta eftir lækni sem hélt því fram að sér tækist að lækna þriðjung karlkyns sjúklinga sinna af alkóhólisma en engar konur. Leiðtoginn sagði að hann væri ekki fylgjandi því að konur eignðust börn ungar, þar sem þær þyrftu að „þroskast í að verða mæður“. Ef þær drykkju fram að 25 ára aldri, þá boðaði það hins vegar ekki gott fyrir fæðingartíðnina í landinu. Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Joanna Scheuring-Wielgus er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um ummælin og segir þau myndu vera hlægileg ef þau væru ekki grafalvarleg. Önnur þingkona sagði ummælin gamaldags og móðgun við konur. Anna Lewandowski, eiginkona knattspyrnumannsins Robert Lewandowski, tjáði sig einnig um málið á Instagram og sagði: „Nóg komið. Það reiðir mig að sjá stjórnmálamenn ásaka konur í stað þess að horfast í augu við hinn raunverulega vanda.“ Gagnrýnendur Kaczynski segja efnahagslegar aðstæður og þungunarrofslöggjöf landsins stuðla að því að konur veigri sér við því að verða óléttar.
Pólland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira