Hasenhüttl sá fimmti sem fær sparkið í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 19:36 Ralph Hasenhüttl er atvinnulaus. Matt Watson/Getty Images Fjórðungur liða ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hefur rekið þjálfara sinn það sem af er tímabili. Ralph Hasenhüttl var sá síðasti sem fékk sparkið en Southampton ákvað að láta Austurríkismanninn fara eftir 4-1 tap gegn Newcastle United um helgina. Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Tæp fjögur ár eru síðan Hasenhüttl var ráðinn þjálfari Dýrlingana. Þrátt fyrir að tapa tvívegis 9-0 sem þjálfari liðsins þá virtist staða hans nokkuð örugg. Það er þangað til nú en liðið hafði byrjað tímabilið einkar illa og aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Í yfirlýsingu frá félaginu sagði „að nú væri kominn tími til að breyta til.“ Einnig var Hasenhüttl þakkað fyrir vel unnin störf og að hjálpa til við að byggja upp einkenni liðsins. #SaintsFC would like to express its sincere thanks to Ralph Hasenhüttl for all of his efforts, as well as the unwavering commitment he has shown throughout his time as manager. pic.twitter.com/pNGnUC5z29— Southampton FC (@SouthamptonFC) November 7, 2022 Hasenhüttl er þar með fimmti stjórinn sem fær sparkið á leiktíðinni en alls hafa sex lið skipt um stjóra þar sem Chelsea sótti Graham Potter til Brighton & Hove Albion eftir að Thomas Tuchel var rekinn. Aðrir stjórar sem hafa verið reknir eru Scott Parker [Bournemouth], Steven Gerrard [Aston Villa] og Bruno Lage [Úlfarnir]. Sem stendur mun Rubén Sellés, einn af aðstoðarmönnum Hasenhüttl, stýra liðinu. Hans fyrsti leikur verður gegn C-deildarliði Sheffield Wednesday á miðvikudaginn kemur. Southampton mætir svo Liverpool á Anfield um næstu helgi áður en sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna heimsmeistaramótsins í Katar. Sem stendur situr Southampton í 18. sæti með 12 stig eftir 14 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Southampton are closing in on the appointment of Nathan Jones as new head coach, talks are progressing as reporter earlier. #SaintsFCLuton have confirmed that they have given permission for Southampton to speak to their manager. pic.twitter.com/CXgS3eDpqU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2022 Nathan Jones, þjálfari Luton Town í B-deildinni, er orðaður við starfið á St. Mary´s af enskum fjölmiðlum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira