Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði hvassari norðaustanátt á morgun og samfelld rigning um landið austanvert. Áfram verði þó þurrt að mestu suðvestan- og vestantil.
Hitastigið í mildara lagi miðað við árstíma eða tvö til átta stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 8-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Rigning með köflum, einkum austanlands, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag: Hæg austlæg átt, skýjað og dálítil væta, en vaxandi austanátt með rigningu sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Suðlæg átt og milt veður. Rigning og síðar skúrir, en styttir upp norðanlands.
Á föstudag: Sunnan- og suðvestanátt og skúrir, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 8 stig, en svalara og él á Vestfjörðum.
Á laugardag: Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hvessir og bætir í úrkomu um kvöldið.
Á sunnudag: Mild og fremur vætusöm sunnanátt.