Margrét Lára segist aldrei hafa verið kvödd eða fengið að þakka fyrir sig Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 23:30 Margrét Lára Viðarsdóttir tekur undir gagnrýni Dagnýjar Brynjarsdóttur vegna veitingu viðurkenninga hjá Knattspyrnusambandinu og segist sjálf aldrei hafa verið kvödd. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, tekur við boltanum af Dagnýju Brynjarsdóttur í umræðu um Knattspyrnusamband Íslands. Hún segist aldrei hafa verið kvödd eða fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir birti í dag færslu á Instagram þar sem hún gagnrýnir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Dagný birti mynd af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða karlalandsliðsins en hann fékk veitta viðurkenningu eftir leik Íslands og Sádi Arabíu í dag en það var hans hundraðasti landsleikur. Dagný og Glódís Perla léku sína hundruðustu landsleiki í apríl en hafa enn engar viðurkenningar fengið. „Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar 100 leikja treyju síðan í apríl. Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga,“ skrifaði Dagný. Nú hefur Margrét Lára Viðarsdóttir einnig birt færslu en hún er markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og lék sinn síðasta landsleik 8.september 2019. Margrét Lára segir að hún hafi spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri eða í átján ár en aldrei verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir sig. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur?, spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Færslu Margrétar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir birti í dag færslu á Instagram þar sem hún gagnrýnir KSÍ fyrir skort á veitingu viðurkenninga til hennar og Glódísar Perlu Viggósdóttur í tilefni af því að þær hafa leikið 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Dagný birti mynd af Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliða karlalandsliðsins en hann fékk veitta viðurkenningu eftir leik Íslands og Sádi Arabíu í dag en það var hans hundraðasti landsleikur. Dagný og Glódís Perla léku sína hundruðustu landsleiki í apríl en hafa enn engar viðurkenningar fengið. „Við Glódís Perla erum enn að bíða eftir okkar 100 leikja treyju síðan í apríl. Litlu hlutirnir í þessari blessuðu baráttu alla daga,“ skrifaði Dagný. Nú hefur Margrét Lára Viðarsdóttir einnig birt færslu en hún er markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi og lék sinn síðasta landsleik 8.september 2019. Margrét Lára segir að hún hafi spilað með öllum landsliðum Íslands frá 14 ára aldri eða í átján ár en aldrei verið kvödd né fengið tækifæri til að þakka stuðningsmönnum landsliðsins fyrir sig. „Ætli sé verið að bíða eftir að ég taki fram skóna aftur?, spyr Margrét Lára og bætir við að henni finnist frábært að strákarnir fái vðurkenningar. „Plís ekki hætta því, gerum bara betur við ALLA“ Færslu Margrétar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira