Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. nóvember 2022 07:00 Þorvaldur Friðriksson hefur lengi rannsakað keltnesk áhrif á Íslandi, sérstaklega á hin ýmsu örnefni sem finnast víða um land og eru illskiljanleg þegar keltneskt samhengi er ekki fyrir hendi. vísir/egill Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Belja, ær, ýsa, hurð, spýta og strákur. Allt dæmi um orð sem fræðimaðurinn Þorvaldur Friðriksson hefur tekið sem dæmi yfir orð í íslensku sem finnast ekki í öðrum norðurlandamálum. Örfá dæmi yfir mörg hundruð orð sem Þorvaldur tekur til í bók sinni og rekur til gelísku.vísir/rúnar Og uppruna þeirra rekur hann til gelísku. Í glænýrri bók sem Þorvaldur gaf út fer hann yfir hundruð orða í íslenskri tungu sem hann telur gelísk að uppruna. Einnig einhver helstu örnefni okkar eins og Esjuna, Faxaflóa og Geysi svo eitthvað sé nefnt. „Þetta eru allt mjög mikilvæg örnefni. Og ef þetta er rétt, sem ég tel að sé, að þau séu gelísk, þá hlýtur að hafa verið töluð hér gelíska. Og það er nýbreytni að því sé haldið fram,“ segir Þorvaldur þegar við settumst niður með honum til að ræða nýju bókina. Þorvaldur segir Íslendinga ávallt hafa verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga en fyrirlitið það að vera komnir af írskum þrælum.vísir/einar Og hann nefnir fleiri veigamikil atriði kenningu sinni til stuðnings. Til dæmis íslenskan framburð sem hann segir mun frekar svipa til gelísks framburðar en norræns. Í íslensku er aðblásturshljóð sem ekki finnst í norrænum málum. Til dæmis í orði eins og epli - í íslensku heyrist h á eftir fyrsta hljóðinu e(h)pli á meðan framburðurinn er mun mýkri hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum. Einnig er áhersla á fyrsta atkvæði orða í íslensku. „Þetta þarf að rannsaka og þetta gæti bent til málskipta. Og því hefur ekki verið haldið fram svo ég viti,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fræðimenn lengi hafa afneitað þeirri staðreynd að margt í okkar menningu sé gelískt að uppruna. Nú sé hins vegar búið að sanna með erfðafræðirannsóknum að gríðarstór hluti landnemanna hafi verið gelískur. „Allt frá landnámi og allt fram á okkar daga þá hafa Íslendingar verið stoltir af því að vera afkomendur norskra smákonunga og fyrirlitið það að vera afkomendur írskra þræla eins og það er kallað,“ segir Þorvaldur. „Íslendingar eru sem sagt menningarblanda. Og það eru engir kynþáttafordómar í þessu. En hins vegar er það mjög mikilvægt að lyfta fram þessari miklu menningu sem við höfum erft frá þessum keltnesku þjóðum.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira