Lofaði að halda áfram að vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 14:31 Guðlaugur Þór hafði ekki erindi sem erfiði í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti yfir stuðningi við Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins eftir að hann beið lægri hlut í formannskjöri í dag. Lofaði hann að vinna áfram að framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bjarni hlaut 59,4% atkvæða gegn 40,4% Guðlaugs Þórs í formannskjörinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Í ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt óskaði Guðlaugur Þór keppinaut sínum til hamingju með glæsilegt kjör. Hann hafi boðið sig fram vegna þess að hann hafi einlæga trú á að Sjálfstæðisflokkurinn geti gert betur og styrkt sig. Landsfundurinn nú væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagðist Guðlaugur Þór stoltur af þeim sem studdu sig og unnu fyrir framboðið. „Núna liggur það fyrir að Bjarni Benediktssonar er formaður Sjálfstæðisflokksins og við styðjum hann til þeirra verka,“ sagði Guðlaugur Þór við flokkssystkini sín og uppskar dynjandi lófatak úr salnum. Lýsti hann kosningu sinni sem ótrúlega góðri og að honum þætti vænt um hana. „Ég lofa ykkur því, og ég mun standa við það, að ég mun áfram vinna að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og ég veit að þegar við gerum það saman þá stöðvar okkur ekkert,“ sagði Guðlaugur Þór. Guðlaugur Þór yfirgaf fundinn eftir að hann lauk ræðu sinni. Þá átti enn eftir að greiða atkvæði um embætti varaformanns og ritara og ýmsar ályktanir landsfundarins. Guðlaugur Þór yfirgefur landsfund Sjálfstæðisflokksins ásamt konu sinni Ágústu Johnson eftir að laut í lægra hald fyrir Bjarna.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira