„Erum staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari. KSÍ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Sádi-Arabíu ytra í vináttulandsleik á morgun klukkan 13.00 að íslenskum tíma. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur lagt nokkur orð í belg um mótherja morgundagsins. „Sádarnir eru með sterkt lið, hafa verið með besta liðið á þessu svæði síðustu áratugina og hafa reglulega komist í lokakeppni HM. Þeir eru með mjög flinka leikmenn, flestir að spila í Sádi-Arabíu.“ „Þeir eru að fara að æfa sitt upplegg fyrir HM, þeir vilja vera agaðir og spila lokaða leiki, eins og þeir gerðu gegn Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan, svo spiluðu þeir á móti Venesúela, sem við þekkjum vel, þannig að þetta hafa verið lokaðir leikir og ekki mikið af færum.“ „Þessi leikur verður spennandi og verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn og það eru einmitt þannig verkefni sem við erum að leitast eftir. Þetta er frábær möguleiki fyrir okkar leikmenn, sem eru margir að koma beint úr Bestu deildinni, að sýna sig og sanna á þessu getustigi.“ „Margir af okkar leikmönnum ef ekki allir, sem eru ekki atvinnumenn nú þegar, hafa áhuga á því að komast í atvinnumennsku og þessir leikir geta verið góður gluggi fyrir þá. Þetta er alvöru verkefni og þó þetta sé vináttuleikur, þá erum við staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit. Ef við náum að sýna góða liðsframmistöðu, þá er alltaf möguleiki á einstaklings frammistöðum hjá einhverjum leikmönnum, sem leiða þá til einhvers stærra og betra.“ Eins og Vísir hefur greint frá þá eru Sádarnir að borga undir ferðina og þarf Knattspyrnusamband Íslands ekki að leggja út krónu. Hversu mikið Sádarnir eru að borga hefur ekki verið gef út. Leikurinn hefst klukkan 13.00 á morgun, laugardag, og verðu í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
„Sádarnir eru með sterkt lið, hafa verið með besta liðið á þessu svæði síðustu áratugina og hafa reglulega komist í lokakeppni HM. Þeir eru með mjög flinka leikmenn, flestir að spila í Sádi-Arabíu.“ „Þeir eru að fara að æfa sitt upplegg fyrir HM, þeir vilja vera agaðir og spila lokaða leiki, eins og þeir gerðu gegn Bandaríkjunum fyrir stuttu síðan, svo spiluðu þeir á móti Venesúela, sem við þekkjum vel, þannig að þetta hafa verið lokaðir leikir og ekki mikið af færum.“ „Þessi leikur verður spennandi og verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn og það eru einmitt þannig verkefni sem við erum að leitast eftir. Þetta er frábær möguleiki fyrir okkar leikmenn, sem eru margir að koma beint úr Bestu deildinni, að sýna sig og sanna á þessu getustigi.“ „Margir af okkar leikmönnum ef ekki allir, sem eru ekki atvinnumenn nú þegar, hafa áhuga á því að komast í atvinnumennsku og þessir leikir geta verið góður gluggi fyrir þá. Þetta er alvöru verkefni og þó þetta sé vináttuleikur, þá erum við staðráðnir í að spila góðan leik og ná í úrslit. Ef við náum að sýna góða liðsframmistöðu, þá er alltaf möguleiki á einstaklings frammistöðum hjá einhverjum leikmönnum, sem leiða þá til einhvers stærra og betra.“ Eins og Vísir hefur greint frá þá eru Sádarnir að borga undir ferðina og þarf Knattspyrnusamband Íslands ekki að leggja út krónu. Hversu mikið Sádarnir eru að borga hefur ekki verið gef út. Leikurinn hefst klukkan 13.00 á morgun, laugardag, og verðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira