Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins fóru misjafnar leiðir í framboðsræðum sínum í dag. Sitjandi formanni var tíðrætt um pólitíska andstæðinga sína á meðan mótframbjóðandinn sagði flokkinn hafa tapað tengingunni við þjóðina og taldi fylgið óásættanlegt.

Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Tónlistarfólkið kemur frá ýmsum heimshornum, en konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×