Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Klopp ræðir við Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. AP Photo/Jon Super Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01