„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 10:04 Tómas segir rangt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og fyrrverandi forseti hefur haldið fram. Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda