„Sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2022 10:04 Tómas segir rangt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og fyrrverandi forseti hefur haldið fram. Afsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttur, fyrrverandi forseta Ferðafélags Íslands, kom ekki til vegna aðgerðaleysis stjórnar í eineltis- og kynferðisofbeldismálum, „heldur var hún sorgleg afleiðing ólýðræðislegra stjórnarhátta og eineltistilburða hennar.“ Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Þetta segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í FÍ, í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann stjórn félagsins ekki hafa getað sætt sig við vinnubrögð Önnu Dóru og því borið að bregðast við. Málefni Ferðafélagsins hafa verið mikið í fjölmiðlum síðustu misseri, fyrst í kjölfar þess að Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, sagði sig úr stjórn félagsins fyrir ári síðan. Það gerði hann í kjölfar þess að hafa sagt upp störfum hjá Landsvirkjun eftir að hafa fengið formlega áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart samstarfskonu. Félagið komst svo aftur í fréttirnar þegar Anna Dóra, fyrsti kvenforseti FÍ, sagði af sér og sagði stjórnarhætti í félaginu ganga þvert á sín gildi. Sakaði hún Tómas um að hafa viljað koma Helga, vini sínum, aftur til starfa hjá félaginu og að ekki hefði verið tekið á ýmsum áreitismálum innan félagsins. Í grein sinni segir Tómas að það sé ekki rétt að kynferðisofbeldi hafi verið þaggað niður af stjórn, líkt og Anna Dóra hefði haldið fram. Vissulega gæti Ferðafélagið gert betur en málum hefði ávallt verið vísað í skilgreinda farvegi innan félagsins. Þá segir hann að á nýafstöðnum félagsfundi, þar sem vantraustsyfirlýsingu á stjórn var vísað frá með 85 prósent atkvæða, hafi það verið rakið „hvernig fyrrverandi forseti og nánustu stuðningsmenn hennar reyndu að ná völdum í félaginu, með ólýðræðislegum og ómaklegum hætti þar sem nokkrum stjórnarmönnum var m.a. hótað opinberum ærumeiðingum.“ „Það er ekkert sem rökstyður fullyrðingar um að hylmt hafi verið yfir kynferðisofbeldi af stjórn félagsins,“ segir Tómas. „Fyrir það fyrsta fær stjórnin ekki slík mál á sitt borð auk þess sem stjórnin stóð einhuga með fyrrverandi forseta að því að innleiða nýjar og endurbættar starfsreglur varðandi einelti og kynferðisofbeldi í febrúar sl. Hefur öllum málum sem borist hafa félaginu síðan hefur verið vísað í þá farvegi sem þar eru tilgreindir. Um er að ræða tvö eineltismál og er annað þeirra kvörtun framkvæmdastjóra félagsins um einelti af hálfu forseta í sinn garð.“ Tómas segir ósatt að hann hafi barist fyrir endurkomu Helga. Hann hefði hins vegar vissulega tekið þátt í ferðum á vegum félagsins, enda hefði fyrrverandi forseti sagt það sjálfsagt. „Ferðafélag Íslands er ekki hafið yfir gagnrýni og félagið getur klárlega gert betur í ofbeldis- og eineltismálum. Gagnrýni verður þó að vera málefnaleg og byggja á staðreyndum,“ segir Tómas.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent