Mál vopnasalans sýni að lögreglu sé ekki treystandi Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur mál Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra með miklum ósköpum, það sýni að lögreglu sé vart treystandi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur fráleitt að veita lögreglu auknar forvirkar rannsóknarheimildir í ljósi máls vopnasalans, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Mál Guðjóns Valdimarssonar vopnasala hafa verið í deiglunni að undanförnu vegna meints vopnalagabrots, en Agnar Guðjónsson byssusmiður fullyrðir að hann hafi selt ólögleg vopn; hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl. Agnar segist hafa breytt rifflum sem komu frá Guðjóni svo þau teljist löglegir. Málið hefur verið lengi á vitorði þeirra sem höndla með vopn sem og lögreglunnar sem talin er hafa haldið hlífiskildi yfir Guðjóni vegna fjölskyldutengsla hans við ríkislögreglustjóra, áður lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla vissi af málinu í fjögur ár án þess að aðhafast Vilhjálmur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Sigríður Björk hlyti að íhuga stöðu sína. Þar kom jafnframt fram að lögreglan verst allra frétta og vill engu svara um málið. Vilhjálmur fylgdi ummælum sínum eftir í grein sem hann birti á Vísi í morgun. „Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt,“ segir Vilhjálmur. Getuleysi lögreglu algert Vilhjálmur vísar þar til nýlegs máls, en tveir ungir menn voru handteknir en fram kom það fram á blaðamannafundi sem lögreglan blés til að þeir hefðu í hyggju að fremja hryðjuverk. Skömmu síðar kom fram að þeir hafi meðal annars verið grunaðir um að hafa haft í hyggju að ráðast með vopnum á lögreglumenn á árshátíð. „Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda,“ skrifar Vilhjálmur og spyr: „Er þessum mannskap treystandi til þess?“ Hann svarar sér sjálfur: „Svarið er nei.“ Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Skotvopn Tengdar fréttir vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Mál Guðjóns Valdimarssonar vopnasala hafa verið í deiglunni að undanförnu vegna meints vopnalagabrots, en Agnar Guðjónsson byssusmiður fullyrðir að hann hafi selt ólögleg vopn; hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl. Agnar segist hafa breytt rifflum sem komu frá Guðjóni svo þau teljist löglegir. Málið hefur verið lengi á vitorði þeirra sem höndla með vopn sem og lögreglunnar sem talin er hafa haldið hlífiskildi yfir Guðjóni vegna fjölskyldutengsla hans við ríkislögreglustjóra, áður lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla vissi af málinu í fjögur ár án þess að aðhafast Vilhjálmur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Sigríður Björk hlyti að íhuga stöðu sína. Þar kom jafnframt fram að lögreglan verst allra frétta og vill engu svara um málið. Vilhjálmur fylgdi ummælum sínum eftir í grein sem hann birti á Vísi í morgun. „Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt,“ segir Vilhjálmur. Getuleysi lögreglu algert Vilhjálmur vísar þar til nýlegs máls, en tveir ungir menn voru handteknir en fram kom það fram á blaðamannafundi sem lögreglan blés til að þeir hefðu í hyggju að fremja hryðjuverk. Skömmu síðar kom fram að þeir hafi meðal annars verið grunaðir um að hafa haft í hyggju að ráðast með vopnum á lögreglumenn á árshátíð. „Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda,“ skrifar Vilhjálmur og spyr: „Er þessum mannskap treystandi til þess?“ Hann svarar sér sjálfur: „Svarið er nei.“
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Skotvopn Tengdar fréttir vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00 Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
vopnasalinn.net Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). 3. nóvember 2022 07:00
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara. 27. september 2022 11:14