Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 08:15 Fótboltaáhugamenn í Brasilíu tóku til sinna ráða. Þeir vildu alls ekki missa af leik síns liðs. Getty/Pedro Vilela Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu. Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum. Brasilía Fótbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum.
Brasilía Fótbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira