Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Smári Jökull Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 20:45 Jerry Jones er í veseni og það ekki í fyrsta sinn. Getty/Tom Pennington Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones. NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira
Jerry Jones hefur verið eigandi Cowboys liðsins síðan 1989 og haldið utan um taumana föstum höndum síðan þá. Jones er grjótharður viðskiptamaður og á stóran þátt í því að allt frá árinu 2016 hefur Dallas Cowboys verið í efsta sæti á lista Forbes yfir verðmætustu íþróttalið í heimi. Hinn áttræði Jones gæti hins vegar verið í vandræðum. Á hrekkjavökunni, sem haldin var hátíðleg í Bandaríkjunum og víðar um heim á sunnudag, ákvað hann að mæta klæddur sem blindur dómari. Cowboys owner Jerry Jones with the epic troll Halloween costume. A blind ref.Hope @nfl has a sense of humor pic.twitter.com/WkZyjmDj1J— Clarence Hill Jr (@clarencehilljr) October 30, 2022 Þetta vakti ekki mikla lukku hjá forsvarsmönnum deildarinnar. Deildin hefur stundum verið uppnefnd „No Fun League“ þar sem reglur þykja í sumum tilvikum strangar. Ein þessara reglna er frá árinu 2019 og snýr að því að ekki er leyfilegt að tjá sig á neikvæðan hátt um dómara í deildinni á samfélagsmiðlum. Myndin af Jones birtist á Twitter reikningi frænku hans en sjálfur virðist Jones ekki hafa miklar áhyggjur af því að þetta uppátæki hans muni draga dilk á eftir sér. „Ég var með stafinn og allt saman. Ég beindi honum að fólki,“ sagði Jones í samtali við Sports Illustrated og á þar við blindrastafinn sem hann sést með á myndinni. Steven Jones, sonur Jerry og varaforseti Cowboys, vonast til þess að forsvarsmenn deildarinnar og dómararnir sjái það broslega í þessu öllu saman. „Þeir eru að sinna erfiðu starfi. Ég vona að þeir skilji að það er hægt að grínast með þetta. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir viti að af hálfu Dallas Cowboys er borin virðing fyrir því hversu erfitt starf þeirra er og hversu vel þeir standa sig,“ sagði Jones yngri í samtali við The K&C Masterpiece. Cowboys hafa farið vel af stað í NFL deildinni og eru með sex sigra eftir átta leiki. Forsvarsmenn deildarinnar hafa ekki tjáð sig um mögulega refsingu vegna uppátækis Jones.
NFL Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Sjá meira