Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að kostunaraðilar útsendinga RÚV vegna HM í Katar séu fjórir. Vísir Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“ Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“
Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira