Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að kostunaraðilar útsendinga RÚV vegna HM í Katar séu fjórir. Vísir Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“ Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greindu frá því að í vikunni að þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá mótinu þar í landi – NRK og TV2 – hafi fundið fyrir því að auglýsendur séu meira hikandi en oft áður. Ástæðan sé umræðan um spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og hvernig ákveðið hafi á sínum tíma verið ákveðið að mótið skyldi haldið í Katar. Sömuleiðis hafi gríðarmikið verið fjallað um umfangsmikil brot á mannréttindum verkafólks í tengslum við smíði leikvanga í Katar þar sem leikirnir verða spilaðir. Ekki orðið var við umræðuna í samtali við kollega erlendis Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir stöðuna í tenglum við auglýsingasölu RÚV vegna HM í raun vera ágæta. „Mesti munurinn fyrir okkur er að mótið er haldið að vetrarlagi að þessu sinni. Vanalega er mótið haldið að sumarlagi, sem er alla jafna rólegri tími í auglýsingasölu.“ Ef frá er talin þessi umræða í Noregi segist Einar Logi ekki hafa orðið sérstaklega var við það í samtölum við kollega erlendis hjá alþjóðasamtökum sem RÚV sala á aðild að, að auglýsendur séu meira hikandi en vanalega. „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Það er samt auðvitað erfitt að segja. Ef menn vilja ekki auglýsa þá eru menn ekki endilega að segja okkur af hverju ekki. Pantanirnar koma. Það er þannig sem þetta virkar.“ Fjórir kostunaraðilar að þessu sinni Einar Logi segir sömuleiðis að annar stór þáttur sem hafi áhrif á söluna nú, samanborið við HM í Rússlandi 2018, sé að sjálfsögðu sá að Ísland keppir ekki á mótinu nú. Hann segir að vel hafi gengið að finna kostunaraðila fyrir útsendingar RÚV vegna heimsmeistaramótsins. Þeir séu fjórir að þessu sinni – Netgíró, ELKO, Lottó/Getraunir og KIA. „En það er of snemmt að segja til um það hvernig þetta mót kemur út. Við rennum svolítið blint í sjóinn með þetta. Þetta er á öðrum árstíma en vanalega og það er öðruvísi mengi auglýsenda en venjulega, þar sem mótið fer nú fram að vetrarlagi. Það er engin sjónvarpsstöð sem fagnar því að þetta skuli vera svona. Það er að mörgu leyti miklu betra að þetta sé að sumarlagi, þar sem þegar þetta er að sumarlagi þá skapar þetta frekar viðbótartekjur fyrir miðlana þar sem þetta kemur á tíma þegar annars er mjög lítið í gangi. Nú kemur þetta inn í jólaösina. Að því leytinu gerum við ráð fyrir að ekki verði jafn miklar tekjur af þessu móti og venjulega.“
Auglýsinga- og markaðsmál HM 2022 í Katar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mannréttindi Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira