Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:58 Bjarni og Guðlaugur mættust í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45