Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:26 Guðlaugur Þór hefur sagt að staða Sjálfstæðisflokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna. Vísir/Vilhelm Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45