Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 22:16 Þau Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. Séra Davíð Þór hefur komið víða við á sínum starfsferli. Hann var meðal annars annar meðlimur Radíusbræðra sem nutu gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Þá hefur hann gegnt ritstjórn, þýtt leikrit og sjónvarpsþætti og stjórnað Gettu betur. Í dag er hann sóknarprestur Laugarneskirkju og hefur gegnt því embætti frá árinu 2016. Þórunn Gréta, betri helmingur Davíðs, er formaður Tónskáldafélags Íslands og hefur hún samið hin ýmsu tónverk. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir óperuna KOK. Þau Davíð og Þórunn voru gestir í 79. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Örlögin leiddu þau ítrekað saman „Við kynntust í raun og veru þrisvar,“ segir Davíð Þór um það hvernig leiðir þeirra Þórunnar lágu saman. Það var árið 1999 sem þau hittust í fyrsta sinn. Þá var Þórunn menntaskólanemi á Egilsstöðum og hafði Davíð verið fenginn þangað til að skemmta. Það atvikaðist svo að Þórunn var fengin til þess að vera einkabílstjóri Davíðs þennan tíma á meðan hann dvaldi á Egilsstöðum og snæddu þau saman pítsu. Það var þó langt því frá að kvikna nokkur rómantík þeirra á milli enda Davíð sextán árum eldri en Þórunn og í sambúð með annarri konu. Fluttu í sama húsið Örlögin leiddu þau svo aftur saman um ári síðar þegar Þórunn flutti inn á sama stigagang og Davíð í Reykjavík. Þrátt fyrir að búa á sama stað voru þau á gjörólíkum stað í lífinu og áttu þau bæði maka. „Ég hafði gaman að Radíusbræðrum á þessum tíma og ég sá Hárið og var hrifin af því og ég vissi alveg að hann hefði þýtt textana og svona. Þannig mér fannst þetta nú voða kúl. Svo vorum við stundum hálfsamferða niður í bæ á Grand Rokk,“ rifjar Þórunn upp. Fannst hún fyndin, skemmtileg og vel að máli farin Þriðju kynni Davíðs og Þórunnar voru svo þegar Þórunn fór að vinna fyrir Davíð við þýðingar. Hún hafði setið námskeið í þýðingu í háskólanum og fór í heimsókn upp í Lótus Hljóðsetningu þar sem hún sótti svo um vinnu. „Ég lét hana hafa svona prufuverkefni sem hún leysir með svona þvílíkum glæsibrag. Engar málvillur og bara snjallar lausnir. Ég sé að hún er bara mjög vel að máli farin og fyndin og skemmtileg sem ég reyndar vissi fyrir. Þannig hún verður þarna þýðandi hjá mér.“ Þórunn Gréta og Davíð Þór byrjuðu saman árið 2005 og giftu sig árið 2019. Sótti í stuðning Þórunnar eftir meðferðina Þau unnu þó ekki lengi saman, því stuttu seinna ákvað Davíð að hætta til þess að fara í áfengismeðferð. „Ég bara kem út úr skápnum með það við hana, ég sé að fara hætta og þurfi að fara í áfengismeðferð. Þá kemur það í ljós að það er reynsla sem við deilum. Ekki að hafa farið í áfengismeðferð, heldur að hafa tekið þá ákvörðun að láta áfengi eiga sig.“ Á þessum tímapunkti voru þau bæði orðin einhleyp. Davíð segist hafa notið mikils stuðnings frá Þórunni eftir meðferðina og urðu þau afar náin. „Svo finn ég að ég er eiginlega farinn að hugsa dálítið meira um þessa vinkonu mína heldur en eðlilegt er, ef það væru engar tilfinningar í gangi, og farinn að hlakka asnalega mikið til að hitta hana. Þá átta ég mig á því að ég væri bara bálskotinn í henni og ég gæti ekkert þrætt fyrir það.“ Ekki raunverulegur vinur ef hann væri ekki heiðarlegur Davíð ákvað þó að halda þessum tilfinningum út af fyrir sig, þar sem Þórunn var aðeins tuttugu og fjögurra ára og hann fertugur. Óttaðist hann að hann myndi hræða Þórunni með því að segja henni hvernig honum raunverulega liði. Í ofanálag vissi hann að Þórunni langaði til þess að fara í nám erlendis og hann vildi ekki koma í veg fyrir það. „En svo var einn vinur minn sem benti mér á að ég væri ekki raunverulegur vinur hennar ef ég væri ekki heiðarlegur við hana,“ segir Davíð sem sagði Þórunni loks hug sinn og voru þau byrjuð saman um mánuði síðar. Þau fluttu þó ekki inn saman fyrr en ári síðar. „Ég var þarna með tvo unglinga og maður er ekkert að kynna þau fyrir kærustunni nema maður sé nokkuð sannfærður um að þetta sé eitthvað,“ útskýrir Davíð. „Ekkert í okkar sambandi hefur gerst óvart“ Þá segjast þau bæði hafa verið með ákveðna fordóma vegna aldursmunarins á milli þeirra sem truflaði þau í byrjun. „Svo kemur náttúrlega líka inn í þetta að við erum bæði búin að breyta svolítið hressilega um lífsstíl á þessum tíma. Við kynnumst ekki á sveitaballi þar sem allir eru búnir að fá sér aðeins of mikið. Þá gerir maður svolítið aðrar kröfur. Við vorum alltaf bara allsgáð og rosalega mikið að spjalla saman og ræða hlutina. Það hefur aldrei neitt í okkar sambandi gerst óvart.“ Í dag eiga Davíð og Þórunn tvö börn, fjögurra og sex ára gömul, til viðbótar við þau þrjú börn sem Davíð átti fyrir. Þá hafa sex barnabörn bæst í hópinn. Kaffi og Desperate Housewives Þau segjast vera lítið fyrir rómantík og eiga þau fá sameiginleg áhugamál. Það truflar þau hins vegar alls ekki. „Okkar samband gengur ekki út á að gera alla hluti saman og vera ljósrit af hvort öðru. Það gengur út á traust og húmor,“ segir Davíð sem tekur þó fram að þau deili sameiginlegri ást á kaffi og sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives. Í þættinum ræða Davíð Þór og Þórunn Gréta einnig um fjölskyldulífið, rómantíkina og árin í skemmtanabransanum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Séra Davíð Þór hefur komið víða við á sínum starfsferli. Hann var meðal annars annar meðlimur Radíusbræðra sem nutu gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Þá hefur hann gegnt ritstjórn, þýtt leikrit og sjónvarpsþætti og stjórnað Gettu betur. Í dag er hann sóknarprestur Laugarneskirkju og hefur gegnt því embætti frá árinu 2016. Þórunn Gréta, betri helmingur Davíðs, er formaður Tónskáldafélags Íslands og hefur hún samið hin ýmsu tónverk. Hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir óperuna KOK. Þau Davíð og Þórunn voru gestir í 79. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Örlögin leiddu þau ítrekað saman „Við kynntust í raun og veru þrisvar,“ segir Davíð Þór um það hvernig leiðir þeirra Þórunnar lágu saman. Það var árið 1999 sem þau hittust í fyrsta sinn. Þá var Þórunn menntaskólanemi á Egilsstöðum og hafði Davíð verið fenginn þangað til að skemmta. Það atvikaðist svo að Þórunn var fengin til þess að vera einkabílstjóri Davíðs þennan tíma á meðan hann dvaldi á Egilsstöðum og snæddu þau saman pítsu. Það var þó langt því frá að kvikna nokkur rómantík þeirra á milli enda Davíð sextán árum eldri en Þórunn og í sambúð með annarri konu. Fluttu í sama húsið Örlögin leiddu þau svo aftur saman um ári síðar þegar Þórunn flutti inn á sama stigagang og Davíð í Reykjavík. Þrátt fyrir að búa á sama stað voru þau á gjörólíkum stað í lífinu og áttu þau bæði maka. „Ég hafði gaman að Radíusbræðrum á þessum tíma og ég sá Hárið og var hrifin af því og ég vissi alveg að hann hefði þýtt textana og svona. Þannig mér fannst þetta nú voða kúl. Svo vorum við stundum hálfsamferða niður í bæ á Grand Rokk,“ rifjar Þórunn upp. Fannst hún fyndin, skemmtileg og vel að máli farin Þriðju kynni Davíðs og Þórunnar voru svo þegar Þórunn fór að vinna fyrir Davíð við þýðingar. Hún hafði setið námskeið í þýðingu í háskólanum og fór í heimsókn upp í Lótus Hljóðsetningu þar sem hún sótti svo um vinnu. „Ég lét hana hafa svona prufuverkefni sem hún leysir með svona þvílíkum glæsibrag. Engar málvillur og bara snjallar lausnir. Ég sé að hún er bara mjög vel að máli farin og fyndin og skemmtileg sem ég reyndar vissi fyrir. Þannig hún verður þarna þýðandi hjá mér.“ Þórunn Gréta og Davíð Þór byrjuðu saman árið 2005 og giftu sig árið 2019. Sótti í stuðning Þórunnar eftir meðferðina Þau unnu þó ekki lengi saman, því stuttu seinna ákvað Davíð að hætta til þess að fara í áfengismeðferð. „Ég bara kem út úr skápnum með það við hana, ég sé að fara hætta og þurfi að fara í áfengismeðferð. Þá kemur það í ljós að það er reynsla sem við deilum. Ekki að hafa farið í áfengismeðferð, heldur að hafa tekið þá ákvörðun að láta áfengi eiga sig.“ Á þessum tímapunkti voru þau bæði orðin einhleyp. Davíð segist hafa notið mikils stuðnings frá Þórunni eftir meðferðina og urðu þau afar náin. „Svo finn ég að ég er eiginlega farinn að hugsa dálítið meira um þessa vinkonu mína heldur en eðlilegt er, ef það væru engar tilfinningar í gangi, og farinn að hlakka asnalega mikið til að hitta hana. Þá átta ég mig á því að ég væri bara bálskotinn í henni og ég gæti ekkert þrætt fyrir það.“ Ekki raunverulegur vinur ef hann væri ekki heiðarlegur Davíð ákvað þó að halda þessum tilfinningum út af fyrir sig, þar sem Þórunn var aðeins tuttugu og fjögurra ára og hann fertugur. Óttaðist hann að hann myndi hræða Þórunni með því að segja henni hvernig honum raunverulega liði. Í ofanálag vissi hann að Þórunni langaði til þess að fara í nám erlendis og hann vildi ekki koma í veg fyrir það. „En svo var einn vinur minn sem benti mér á að ég væri ekki raunverulegur vinur hennar ef ég væri ekki heiðarlegur við hana,“ segir Davíð sem sagði Þórunni loks hug sinn og voru þau byrjuð saman um mánuði síðar. Þau fluttu þó ekki inn saman fyrr en ári síðar. „Ég var þarna með tvo unglinga og maður er ekkert að kynna þau fyrir kærustunni nema maður sé nokkuð sannfærður um að þetta sé eitthvað,“ útskýrir Davíð. „Ekkert í okkar sambandi hefur gerst óvart“ Þá segjast þau bæði hafa verið með ákveðna fordóma vegna aldursmunarins á milli þeirra sem truflaði þau í byrjun. „Svo kemur náttúrlega líka inn í þetta að við erum bæði búin að breyta svolítið hressilega um lífsstíl á þessum tíma. Við kynnumst ekki á sveitaballi þar sem allir eru búnir að fá sér aðeins of mikið. Þá gerir maður svolítið aðrar kröfur. Við vorum alltaf bara allsgáð og rosalega mikið að spjalla saman og ræða hlutina. Það hefur aldrei neitt í okkar sambandi gerst óvart.“ Í dag eiga Davíð og Þórunn tvö börn, fjögurra og sex ára gömul, til viðbótar við þau þrjú börn sem Davíð átti fyrir. Þá hafa sex barnabörn bæst í hópinn. Kaffi og Desperate Housewives Þau segjast vera lítið fyrir rómantík og eiga þau fá sameiginleg áhugamál. Það truflar þau hins vegar alls ekki. „Okkar samband gengur ekki út á að gera alla hluti saman og vera ljósrit af hvort öðru. Það gengur út á traust og húmor,“ segir Davíð sem tekur þó fram að þau deili sameiginlegri ást á kaffi og sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives. Í þættinum ræða Davíð Þór og Þórunn Gréta einnig um fjölskyldulífið, rómantíkina og árin í skemmtanabransanum. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12
„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30
„Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00