God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 16:02 Kratos hefur aldrei ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja. Miðgarður hefur varla séð betri tölvuleik en GOWR. Leikurinn fjallar um gríska stríðsguðinn Kratos og son hans Atreus/Loka og illdeilur þeirra við norrænu guðina. Hann gerist nokkrum árum eftir síðasta leik. Ég vil ekki skemma fyrir neinum og fer því alls ekki djúpt í sögu GOWR, fyrir utan það sem gerist alveg í upphafi leiksins. Kratos og Atreus búa enn í Miðgarði þar sem sá eldri reynir að þjálfa þann yngri á meðan hann getur og undirbúa hann fyrir guðalífið. Á sama tíma þurfa þeir að verjast árásum Freyju, sem er enn mjög reið yfir því að Kratos drap Baldur í síðasta leik. Dauði Baldurs setti Fimbulvetur í gang og við tekur eitthvað það skemmtilegasta og flottasta ævintýri sem ég hef upplifað í tölvuleik. Eins og áður segir er Ragnarök framhald God of War frá 2018, sem mér þótti einnig alveg frábær. Við gefum hinum saklausa 2018-Samma orðið: „Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlistin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn.“ Ohh, 2018-Sammi. Það var flottur gaur, annað en drullusokkurinn sem skrifar þetta. 2018-Sammi rambaði líka á einn hluta leiksins sem var hrottalegur alveg og hefur alls ekki verið betrumbættur. Bara alls ekki. „Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem.“ Mér finnst þetta ekki lengur skiljanlegt. Íslenskan, eða forn-norskan, sem töluð er í GOWR er ömurleg. Það góða er að það er mögulega versti galli God of War Ragnarök. Kratos hittir alls konar kvikindi á ferðum sínum um heimana níu. Þetta er Ratatoskr er nokkurs konar umsjónarmaður Asks Yggdrasils. Bardagakerfið er enn frábært Bardagakerfi GOWR er nánast það sama og úr fyrri leiknum en það er einfaldlega frábært og er eitt það besta við leikinn. Sama hvort þú ert að spila sem Kratos eða Atreus, þá virkar það vel, þó þeir séu með mjög ólíka bardagatækni. Við hverja axarsveiflu Kratos finnst mér eins og ég sé persónulega guð, sem gæti svo sem alveg verið þegar ég hugssa um það. Kratos er með mismunandi vopn sem best er að nota á mismunandi óvini en þau eru þó búin að missa alla krafta úr síðsta leik vegna Fimbulveturs. Gullna reglan er að ef óvinirnir glóa þá notar þú ísexina þína. Ef þeir eru bláir af kulda, notar þú eldsverðin þín. Suma óvini er svo best að berja til dauða eða beita öðrum vopnum, því auðvitað er hrist aðeins upp í hlutunum með nýjum vopnum. Fyrir að drepa óvini og leysa þratir fær Kratos reynslustig og þau notar hann til að læra betri árásir og brögð til að drepa fleiri óvini og hraðar. Hann notar sömuleiðis muni sem hann fær frá dauðum óvinum til að betrumbæta vopn sín og brynjur. Þetta er allt voða hefðbundið RPG-stöff en það virkar bara svo rosalega vel. Leikurinn hvetur mann líka til að nota öll brögð leiksins, því þegar maður beitir mismunandi höggum nógu oft þá getur maður gert þau högg betri. Þetta hjálpar manni að læra mismunandi árásir og hvetur mann til fjölbreytni, í stað þess að maður notist alltaf við sömu árásirnar aftur og aftur. Fyrir vikið verða bardagar mun skemmtilegri. Það er fátt betra en að sigra erfiðan óvin eftir langan bardaga með miklum naumindum og gera það á töff máta. Reyndar má færa rök fyrir því að Kratos geri allt á mjög töff máta. Kratos og Atreus hitta mann. Fimbulvetur áhrifamikill Við lok síðasta leiks var Kratos orðinn ansi öflugur. Hann var kominn með bestu brynjurnar sem í boði voru og vopnin hans höfðu verið uppfærð eins og mögulegt var. Það er ekki lengur þegar þessi leikur hefst. Vopnin hafa misst krafta vegna Fimbulveturs og þegar Kratos er spurður hvað varð um brynjunar hans svarar hann einfaldlega: „Ég notaði þær“. Ég hef ákveðið að taka þær ástæður fyrir veikleika Kratosar góðar og gildar. Í framhaldsleikjum sem þessum þarf ávalt að finna leiðir til að veikja aðalpersónurnar svo spilarar vaði bara ekki um slátrandi öllu. Ég er eiginlega bara nokkuð ánægður með að í þessum leik er ástæðan í rauninni „af því bara“. Vill finna sinn sess Þar komum við að sögunni í GOWR. Það er samt erfitt að segja frá henni án þess að skemma fyrir fólki en gerum okkar bestu tilraun. Eins og áður segir eru nokkur ár liðin frá því að Kratos og Atreus komust á hæsta tind Jötunheims og dreifðu þar ösku Faye, móður Atreusar. Atreus er orðinn ungur maður/guð og vill finna sinn sess í heiminum og þeim spádómum sem móðir hans og Jötnarnir skildu eftir fyrir þá. Hann hefur verið að laumast út á eigin spýtur til að reyna að finna svör við þeim spurningum sem á honum brenna. Það leiðir til þess að þeir feðgar fá óvænta heimsókn sem hrindir af stað þessu mikla ævintýri sem GOWR er. Kratos hefur þrosakst mikið eftir að hann tók að sér föðurhlutverkið og samband hans og Atreus er að mestu leyti mun betra. Það sama má segja um samband Kratosar og Mímis, sem hangir á síðu Kratosar. Þeir eru orðnir mun betri vinir og ræða saman oft saman af mikilli alvöru. Það er mjög áhugavert að sjá þessa persónuþróun hjá Kratosi. Hann er mun meira tilbúinn til að sýna tilfinningar og jafnvel ræða þær við aðra, þó honum sé það erfitt. Dverga-bræðurnir Sindri og Brok skipa einnig stóra rullu í leiknum og stærri en í þeim fyrri. Feðgarnir mynda sér í raun ákveðið föruneyti í leiknum. Samtöl á milli persóna útvíkka söguheiminn mjög og geta verið meðal bestu augnablika í leiknum. Ég hef oft stoppað til að hlusta á sögur Mímis og Kratosar. Freyja er enn mjög svo ósátt við að Kratos hafi drepið Baldur, son hennar, jafnvel þó hann hafi gert það til að bjarga lífi hennar. Litlir sem engir gallar Ég fékk aðgang að leiknum um miðjan síðasta mánuð og hef varið miklum tíma í honum. Á þeim tíma hef ég rekist á örfáa galla og í raun bara einn sem skipti einhverju máli. Það þvingaði mig til að hlaupa langa leið með Kratos til að ná næsta vistunarstað til að komast hjá því að leikurinn minn væri ekki bara ónýtur. Varðandi útlitsgalla, þá man ég ekki eftir einum einasta. Leikurinn lítur mjög vel út á PS5. Ég hef ekki enn séð hvernig hann lítur út í PS4. Hægt er að velja mismunandi áherslur á útlit í PS5, eins og er orðið algengt. Í einföldu máli snýst valið að því hvort spilarar vilji hærri upplausn eða fleiri ramma á sekúndu. Yfirlit yfir valmöguleikana má sjá hér að neðan. With #GodofWarRagnarok right around the corner, we re happy to share all of the graphics modes that will be available to you across PS5, PS4 Pro, and PS4!Check out all the options below to learn about each mode s resolution and FPS. pic.twitter.com/ribAoDkETb— Santa Monica Studio God of War Ragnarök (@SonySantaMonica) November 3, 2022 Ég verð þó að segja að ég hef rekist á fullt af göllum varðandi þrautir leiksins. Kratos og Atreus þurfa oft að leysa hinar ýmsu þrautir til að komast áfram og opna ný svæði til að skoða en margar þeirra hafa reynst merkilega gallaðar. Gallanir eru þó yfirleitt mjög svipaðir. Þeir snúa nefnilega allir að því að framleiðendur leiksins hafa, í mínu tilfelli, vanmetið hvað spilarar hans geta verið vitlausir. Ég hef nokkrum sinnum verið byrjaður að garga á sjónvarpið mitt um það hvað tilteknar þrautir geta verið asnalegar og illa hannaðar. Skapið hefur versnað hratt en þessi uppstökk mín hafa hingað til alltaf endað á því að ég fatta að ég hef verið að gera eitthvað vitlaust eða missa af einhverju fyrir framan nefið á mér og hvísla: „Þú ert svo vitlaus“. Samantekt-ish Í stuttu máli sagt þá á ég erfitt með að gera annað en að ausa lofi yfir þennan leik. Hann er vel gerður í alla staði, burtséð frá því hvað íslenskutilraunir persóna God of War eru ömurlegar. God of War Ragnarök er einfaldlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað og sagan er gjörsamlega frábær, þó ég sé ekki alveg búinn með hana enn. Það allra besta við þennan leik er þó bardagakerfið. Það er stórkoslegt í alla staði. God of War Ragnarök kemur út þann 9. nóvember. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Miðgarður hefur varla séð betri tölvuleik en GOWR. Leikurinn fjallar um gríska stríðsguðinn Kratos og son hans Atreus/Loka og illdeilur þeirra við norrænu guðina. Hann gerist nokkrum árum eftir síðasta leik. Ég vil ekki skemma fyrir neinum og fer því alls ekki djúpt í sögu GOWR, fyrir utan það sem gerist alveg í upphafi leiksins. Kratos og Atreus búa enn í Miðgarði þar sem sá eldri reynir að þjálfa þann yngri á meðan hann getur og undirbúa hann fyrir guðalífið. Á sama tíma þurfa þeir að verjast árásum Freyju, sem er enn mjög reið yfir því að Kratos drap Baldur í síðasta leik. Dauði Baldurs setti Fimbulvetur í gang og við tekur eitthvað það skemmtilegasta og flottasta ævintýri sem ég hef upplifað í tölvuleik. Eins og áður segir er Ragnarök framhald God of War frá 2018, sem mér þótti einnig alveg frábær. Við gefum hinum saklausa 2018-Samma orðið: „Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. Útlitið, andrúmsloftið, sagan, bardagarnir, þrautirnar, tónlistin og allt. Það er allt geggjað og þetta er án efa langbesti God of War leikurinn.“ Ohh, 2018-Sammi. Það var flottur gaur, annað en drullusokkurinn sem skrifar þetta. 2018-Sammi rambaði líka á einn hluta leiksins sem var hrottalegur alveg og hefur alls ekki verið betrumbættur. Bara alls ekki. „Það er eitt sem er ekki geggjað við God of War. Það er hvernig íslenskan er svívirt í þessum leik. Það er auðvitað gaman þegar persónur leiksins tala íslensku en það verður seint hægt að segja að það sé vel gert. Skiljanlega svo sem.“ Mér finnst þetta ekki lengur skiljanlegt. Íslenskan, eða forn-norskan, sem töluð er í GOWR er ömurleg. Það góða er að það er mögulega versti galli God of War Ragnarök. Kratos hittir alls konar kvikindi á ferðum sínum um heimana níu. Þetta er Ratatoskr er nokkurs konar umsjónarmaður Asks Yggdrasils. Bardagakerfið er enn frábært Bardagakerfi GOWR er nánast það sama og úr fyrri leiknum en það er einfaldlega frábært og er eitt það besta við leikinn. Sama hvort þú ert að spila sem Kratos eða Atreus, þá virkar það vel, þó þeir séu með mjög ólíka bardagatækni. Við hverja axarsveiflu Kratos finnst mér eins og ég sé persónulega guð, sem gæti svo sem alveg verið þegar ég hugssa um það. Kratos er með mismunandi vopn sem best er að nota á mismunandi óvini en þau eru þó búin að missa alla krafta úr síðsta leik vegna Fimbulveturs. Gullna reglan er að ef óvinirnir glóa þá notar þú ísexina þína. Ef þeir eru bláir af kulda, notar þú eldsverðin þín. Suma óvini er svo best að berja til dauða eða beita öðrum vopnum, því auðvitað er hrist aðeins upp í hlutunum með nýjum vopnum. Fyrir að drepa óvini og leysa þratir fær Kratos reynslustig og þau notar hann til að læra betri árásir og brögð til að drepa fleiri óvini og hraðar. Hann notar sömuleiðis muni sem hann fær frá dauðum óvinum til að betrumbæta vopn sín og brynjur. Þetta er allt voða hefðbundið RPG-stöff en það virkar bara svo rosalega vel. Leikurinn hvetur mann líka til að nota öll brögð leiksins, því þegar maður beitir mismunandi höggum nógu oft þá getur maður gert þau högg betri. Þetta hjálpar manni að læra mismunandi árásir og hvetur mann til fjölbreytni, í stað þess að maður notist alltaf við sömu árásirnar aftur og aftur. Fyrir vikið verða bardagar mun skemmtilegri. Það er fátt betra en að sigra erfiðan óvin eftir langan bardaga með miklum naumindum og gera það á töff máta. Reyndar má færa rök fyrir því að Kratos geri allt á mjög töff máta. Kratos og Atreus hitta mann. Fimbulvetur áhrifamikill Við lok síðasta leiks var Kratos orðinn ansi öflugur. Hann var kominn með bestu brynjurnar sem í boði voru og vopnin hans höfðu verið uppfærð eins og mögulegt var. Það er ekki lengur þegar þessi leikur hefst. Vopnin hafa misst krafta vegna Fimbulveturs og þegar Kratos er spurður hvað varð um brynjunar hans svarar hann einfaldlega: „Ég notaði þær“. Ég hef ákveðið að taka þær ástæður fyrir veikleika Kratosar góðar og gildar. Í framhaldsleikjum sem þessum þarf ávalt að finna leiðir til að veikja aðalpersónurnar svo spilarar vaði bara ekki um slátrandi öllu. Ég er eiginlega bara nokkuð ánægður með að í þessum leik er ástæðan í rauninni „af því bara“. Vill finna sinn sess Þar komum við að sögunni í GOWR. Það er samt erfitt að segja frá henni án þess að skemma fyrir fólki en gerum okkar bestu tilraun. Eins og áður segir eru nokkur ár liðin frá því að Kratos og Atreus komust á hæsta tind Jötunheims og dreifðu þar ösku Faye, móður Atreusar. Atreus er orðinn ungur maður/guð og vill finna sinn sess í heiminum og þeim spádómum sem móðir hans og Jötnarnir skildu eftir fyrir þá. Hann hefur verið að laumast út á eigin spýtur til að reyna að finna svör við þeim spurningum sem á honum brenna. Það leiðir til þess að þeir feðgar fá óvænta heimsókn sem hrindir af stað þessu mikla ævintýri sem GOWR er. Kratos hefur þrosakst mikið eftir að hann tók að sér föðurhlutverkið og samband hans og Atreus er að mestu leyti mun betra. Það sama má segja um samband Kratosar og Mímis, sem hangir á síðu Kratosar. Þeir eru orðnir mun betri vinir og ræða saman oft saman af mikilli alvöru. Það er mjög áhugavert að sjá þessa persónuþróun hjá Kratosi. Hann er mun meira tilbúinn til að sýna tilfinningar og jafnvel ræða þær við aðra, þó honum sé það erfitt. Dverga-bræðurnir Sindri og Brok skipa einnig stóra rullu í leiknum og stærri en í þeim fyrri. Feðgarnir mynda sér í raun ákveðið föruneyti í leiknum. Samtöl á milli persóna útvíkka söguheiminn mjög og geta verið meðal bestu augnablika í leiknum. Ég hef oft stoppað til að hlusta á sögur Mímis og Kratosar. Freyja er enn mjög svo ósátt við að Kratos hafi drepið Baldur, son hennar, jafnvel þó hann hafi gert það til að bjarga lífi hennar. Litlir sem engir gallar Ég fékk aðgang að leiknum um miðjan síðasta mánuð og hef varið miklum tíma í honum. Á þeim tíma hef ég rekist á örfáa galla og í raun bara einn sem skipti einhverju máli. Það þvingaði mig til að hlaupa langa leið með Kratos til að ná næsta vistunarstað til að komast hjá því að leikurinn minn væri ekki bara ónýtur. Varðandi útlitsgalla, þá man ég ekki eftir einum einasta. Leikurinn lítur mjög vel út á PS5. Ég hef ekki enn séð hvernig hann lítur út í PS4. Hægt er að velja mismunandi áherslur á útlit í PS5, eins og er orðið algengt. Í einföldu máli snýst valið að því hvort spilarar vilji hærri upplausn eða fleiri ramma á sekúndu. Yfirlit yfir valmöguleikana má sjá hér að neðan. With #GodofWarRagnarok right around the corner, we re happy to share all of the graphics modes that will be available to you across PS5, PS4 Pro, and PS4!Check out all the options below to learn about each mode s resolution and FPS. pic.twitter.com/ribAoDkETb— Santa Monica Studio God of War Ragnarök (@SonySantaMonica) November 3, 2022 Ég verð þó að segja að ég hef rekist á fullt af göllum varðandi þrautir leiksins. Kratos og Atreus þurfa oft að leysa hinar ýmsu þrautir til að komast áfram og opna ný svæði til að skoða en margar þeirra hafa reynst merkilega gallaðar. Gallanir eru þó yfirleitt mjög svipaðir. Þeir snúa nefnilega allir að því að framleiðendur leiksins hafa, í mínu tilfelli, vanmetið hvað spilarar hans geta verið vitlausir. Ég hef nokkrum sinnum verið byrjaður að garga á sjónvarpið mitt um það hvað tilteknar þrautir geta verið asnalegar og illa hannaðar. Skapið hefur versnað hratt en þessi uppstökk mín hafa hingað til alltaf endað á því að ég fatta að ég hef verið að gera eitthvað vitlaust eða missa af einhverju fyrir framan nefið á mér og hvísla: „Þú ert svo vitlaus“. Samantekt-ish Í stuttu máli sagt þá á ég erfitt með að gera annað en að ausa lofi yfir þennan leik. Hann er vel gerður í alla staði, burtséð frá því hvað íslenskutilraunir persóna God of War eru ömurlegar. God of War Ragnarök er einfaldlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað og sagan er gjörsamlega frábær, þó ég sé ekki alveg búinn með hana enn. Það allra besta við þennan leik er þó bardagakerfið. Það er stórkoslegt í alla staði. God of War Ragnarök kemur út þann 9. nóvember.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira