Erlent

Tveir látnir eftir þyrlu­slys í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um slysið var í morgun.
Tilkynning um slysið var í morgun. Getty

Tveir eru látnir og einn alvarlega slasaður eftir að þyrla hrapaði í Verdal í Þrándalögum í Noregi í morgun.

Björgunarlið var kallað út eftir að tilkynning barst frá flugturni um slysið fyrir hádegi í morgun. Lögregla staðfesti svo um klukkan 11 í morgun að tveir væru látnir - karl og og konu, bæði á sjötugsaldri.

Þyrlan hrapaði til jarðar á túni og er rannsóknarnefnd yfirvalda mætt á staðinn. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli slysinu, en á myndum má sjá að mikil þoka er á slysstaðnum.

Í frétt NRK segir að auk fólksins um borð hafi þar verið hundur sem hafi verið fluttur til dýralæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×