Tók af sér hjálminn eftir snilldar snertimark og klúðraði leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2022 14:00 DJ Moore tók af sér hjálminn þegar hann fagnaði snertimarkinu og það varð á endanum dýrkeypt. AP/John Amis Leikmenn hafa sjaldan farið jafnfljótt úr því að vera hetja í það að verða skúrkur og NFL-leikmaðurinn DJ Moore um helgina. DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans. NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
DJ Moore hélt að hann hefði tryggt liði sínu Carolina Panthers sigurinn á móti Atlanta Falcons eftir að hafa skorað magnað snertimark. Snertimarkið kom eftir mjög langa sendingu og mikil tilþrif útherjans. Hann jafnaði metin og aðeins var eftir fyrir Panthers menn að skora aukastigið sem oftast er formsatriði. 67.6 yards in the air @pjwalker_5's Hail Mary to @idjmoore was the longest completion by air distance in the @NextGenStats era (since 2016). pic.twitter.com/cSQ1Hye6j9— NFL (@NFL) October 31, 2022 DJ Moore gerði hins vegar stór mistök í fagnaðarlátum sínum því hann tók af sér hjálminn inn á vellinum sem er stranglega bannað. Hann fékk á sig refsingu og sparkið fyrir aukastigið færðist því mun lengra frá markinu og erfiðleikastuðull þess hækkaði til mikillar muna. Svo fór að sparkarinn Eddy Pineiro, sem hefði farið létt með að sparka af 30 metra færi, klikkaði á vallarmarktilraun sinni frá 44 metrum. The Carolina Panthers were penalized after scoring a TD in the last minute. DJ Moore took his helmet off and a flag was thrown. Panthers missed the extra point and lost in OT. But Moore was off the field when he removed his helmet. @NFLOfficiating was this call correct? pic.twitter.com/gWHfdcItOL— Tony Dungy (@TonyDungy) October 30, 2022 Því varð að framlengja leikinn og þar hafði Atlanta Falcons liðið betur. Þeir unnu á vallarmarki. DJ Moore var harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum og af spekingum. Hann hefði átt sviðið og verið hlaðinn lofti hefði snertimarkið unnið leikinn en í staðinn var hraunað yfir hann. Svo eru það hinir sem finnst þetta vera mjög ströng refsing fyrir þetta hugsunarleysi kappans.
NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira