Ferðabloggarinn The Points Guy birti myndband af flugvélinni sem er af tegundinni Boeing 757. Gera má ráð fyrir því að vel fari um farþega en 48 sæti eru í vélinni. Til samanburðar taka flugvélar af sömu tegund 184 í sæti í áætlunarflugi hjá Icelandair.
Flugmiði með vélinni í næstu ferð kostar ekki nema rúmar 23 milljónir króna, samkvæmt ferðabloggaranum. Innifalið í miðanum er þriggja vikna ferðalag á hina og þessa áfangastaði.
Myndband innan úr flugvélinni má sjá hér að neðan.