Kosið um miklu meira en bara formann Sjálfstæðisflokksins Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. október 2022 21:40 Kristrún segir framboðið alls ekki koma á óvart og sé í raun óhjákvæmilegt. VÍSIR/SIGURJÓN Stjórnarþingmenn telja ólíklegt að hægt verði að halda stjórnarsamstarfinu áfram verði Guðlaugur Þór kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Stjórnmálaskýrandi segir formannsslaginn hreinlega snúast um hvort blása eigi til þingkosninga í ár. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur starfaði sem aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar þegar Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki árin 2007 til 2009. Hún segir nýjustu vendingar alls ekki koma á óvart. „Það bara þannig að það er svo óskaplega margt sem búið er að semja um í svona samstarfi. Og það er búið að semja um það í þessu samstarfi núna í mörg ár. Það er bara alls ekki einfaldur hlutur og í rauninni næstum því ógjörningur; að ætla sér að setjast þarna inn eins og ekkert hafi í skorist og búast við því að allir aðrir taki því eins og það sé sjálfsagt,“ segir Kristrún. Trúnaðarsamband Bjarna og Katrínar Heimildir fréttastofu innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segja stjórnarsamstarfið oft reyna á, en trúnaðarsamband og traust milli formanna flokkanna, Bjarna og Katrínar Jakobsdóttur, sé grundvöllur þess að samstarfið hafi gengið hingað til. „Og ég held að það sé enginn vafi á því og það viti það allir sem tengjast íslenskum stjórnmálum að þarna hafi myndast mikið trúnaðarsamband og ég undanskil þar heldur ekki formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga,“ segir Kristrún. Ekki víst að Guðlaugur hafi stjórnað atburðarásinni Þetta samband segja heimildarmenn að sé ekki til staðar milli Guðlaugs og Katrínar, eða Sigurðar Inga. Kristrún segir erfitt að sjá fyrir sér að aðrir flokkar geti myndað ríkisstjórn eins og þingið er skipað núna. Því sé líklegt að blásið verði til þingkosninga, falli sitjandi stjórn. „Það er alveg öruggt að Guðlaugur Þór er að opna á möguleika miklu fleiri aðila heldur en sín. Og það er ekkert víst að það sé endilega hann sem hafi stjórnað atburðarásinni.“ Þetta eru aðeins stærri kosningar heldur en bara um formann Sjálfstæðisflokksins? „Akkúrat, þetta er miklu, miklu stærra mál,“ segir Kristrún að lokum. Fjallað var ítarlega um formannskosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10 „Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57 Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Veðmangarar telja Bjarna í betri stöðu Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um niðurstöðu formannskjörs á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Allavega einn þeirra spáir Bjarna Benediktssyni sigri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni. 31. október 2022 21:10
„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. 31. október 2022 19:57
Guðlaugur segist ekki hafa hótað Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segir allsendis ósatt að hann hafi verið reiðubúinn að falla frá áformum sínum um formannsframboð gegn því að Bjarni myndi eftirláta honum að taka við sem fjármála- og efnahagsráðherra. 31. október 2022 17:19